Datt í Rugby áðan með nokkrum strákum í skólanum.
Þar sem ég er búinn að vera harður í Madden var svolítið skrýtið að fara að spila þennan Rugby. Aðalmunurinn er að það má ekki senda áfram. Hitt er að það er ekki verið að reyna að ná ákveðið mörgum metrum í hverju hlaupi.
Við spiluðum svokallaðan Touch Rugby, þar sem illa séð er að tækla harkalega. Þó er ég svolítið bólginn á fætinum eftir rólegheitin áðan. Ég náði nokkuð góðu sparki á þennan skringilega bolta í puntinu, löngu og boltinn nokkuð stöðugur í lofti.
Þegar vorar meira verður enn skemmtilegra að spila Rugby, vona bara að Fellaparken fyllist ekki af fólki í sömu hugrenningum. Það þarf svolítið pláss til að leika knattleiki.
En en en SUPERBOWL er í kvöld, við bryndís, sabbi, binni og sigríður ætlum að fara á handboltabarinn (hvað sem hann heitir í alvörunni) og horfa á herlegheitin.
sunnudagur, febrúar 03, 2008
Skrifað af Jon Minn klukkan 14:31
|