Í dag verður róið uppí í 25 km samtölu.
Ég fékk þjónustusímtal frá Sonofon í vikunni, eftir um 2 mínútur og í miðri setningu lagði Sonafon á og hringdi ekki aftur. Skrítið þjónustusímtal.
Fyllti ísskápinn af bjór, tók sýnishorn úr helstu sjálfstæðu brugghúsum dana úr Nettó og Irma. Tók nokkrar prufur í gær en því miður man ég ekki hvaða bjór bragðaðist hvernig og hver bragðaðist ekki þannig. Rannsóknarniðurstöður því ónákvæmar, en svo virðist sem mexíkönsk kjötsúpa og súkkulaði kaka a la Bryndís geri þynnku hlutlausa.
Sem útaffyrirsig er merkileg niðurstaða þessarar rannsóknar.
föstudagur, febrúar 01, 2008
Skrifað af Jon Minn klukkan 12:07
|