fimmtudagur, febrúar 28, 2008
Það er ekki hægt að nota tölvurnar í skólanum án þess að taka eftir auglýsingum frá FRIPRINT - print free forever.
Þeir eru semsagt með sérstakan prentara útum allt og hægt er að prenta frítt úr. Ég greip tækifærið þegar átti að skila ritgerð í þríriti, tæplega 40 blaðsíður eru vanalega dýrari en durum kebab.
En haha þetta voru bara MAX 20 bls þannig ég náði bara að prenta út eitt afrit.
Svo úff, þegar ég sá útprentunina er litprentuð auglýsing frá hinum ýmsustu fyrirtækjum á baksíðunni. Ég velti því fyrir mér stundarkorn hvort hinn skrifræðislegi heimur CBS myndi ekki segja það væri ófullnægjandi að skila ritgerð prentaðri á slík blöð. Tók ekki sénsinn og prentaði restina á venjulegu verði.
Enginn á bókasafninu vissi neitt um hvort það mætti eða mætti ekki skila ritgerð á frípappír. Þegar ég skilaði ritgerðinni datt mér í hug að spyrja aftur. Þar sem enginn hafði velt því fyrir sér hjá rigerðamóttökuskrifstofunni heldur stakk konan uppá að hún fengi fría afritið hjá mér til að spyrja THE STUDY BOARD.
Ég stuðlaði semsagt að gáfaðari heimi í dag, ef vitsmunaleg niðurstaða fæst í þetta sem bókasafnsverðir verða meðvitaðir um. Svona þegar næstu fyrirspurnir koma:)
Skrifað af Jon Minn klukkan 17:16 |
þriðjudagur, febrúar 26, 2008
People need to be reminded more often than they need to be instructed.
Samuel Johnson
Skrifað af Jon Minn klukkan 15:42 |
mánudagur, febrúar 25, 2008
Fór í strætó um daginn, ákvað að standa í stað þess að setjast. Oftast og sífellt vegna þess það er svo mikið af yndislegu gömlu fólki að ferðast með.
Mitt á milli þess sem ég horfði út og niður á gólf tók ég eftir því að allir voru svo glaðir í strætó þennan daginn, jafnvel ég segi þau voru brosandi flest.
Mikið var gaman að hafa svona marga káta í strætó, fór ég að hugsa um hvað það væri gaman ef mixtúran í strætó heima væri góð ef þetta væri svona þar...
En jæja nóg um það, ég fattaði það í miðri strætó ferð, um það leyti er ég fór framhjá Statens Museum for Kunst hver ástæða kátínunnar var.
Ég var með mjög svo opna buxnaklauf, einungis efsta tala hneppt og sýnilegar 4 tölur. Ég hreyfði mig ekki, ekki fyrr en ég þurfti að fara út, hélt takmörkuðu "vissi ekki af því" kúlinu. Bjó án efa til góða sögu fyrir fólkið til að segja í vinnunni eða á blogginu sínu.
Sagði þessa sögu svo í tíma seinna um daginn. Fólkið hló.
Skrifað af Jon Minn klukkan 13:42 |
Gaman frá því að segja að einu lesendur bloggsins via the Facebook era eru aðilar sem eru að leita að einhverju á google og finna fyrir í leitarniðurstöðum Jón Minn.
Orð eins og Minkagildrur, High and Mighty og fleiri alþjóðleg orð eru vinsæl.
Hvenær ætli Facebook drepist úr eigin græðgi? Munu dagar bloggsins koma aftur? Ég veit það ekki en ég mun reyna laða að "Britney Spears" google leitendur áfram.
Annars er www.2juni.blogspot.com meira uppfærðari um þessar stundir, þar er líka myndasíða:)
Skrifað af Jon Minn klukkan 11:50 |
Skóli vs. Frí
Klára skólann 20. júní í síðasta lagi, bara eitt munnlegt próf í þeirri viku. Annars skilar maður af sér verkefninu 30. maí.
Þetta er farið að líta vel út með vorið. Balaton vatn um páskana.
Skrifað af Jon Minn klukkan 11:46 |
sunnudagur, febrúar 24, 2008
Gæti dottið í Balaton vatn um páskana. Hljómar vel, hitinn í Ungverjalandi kominn í 15 gráður núþegar. 7-9-13.
Annars þarf maður að klára ritgerðina fyrst, og munnlegt próf. Þeim líkar munnlegu prófin hérna Baununum.
Skrifað af Jon Minn klukkan 13:31 |
laugardagur, febrúar 23, 2008
Bryndís er að elda kjúlla, ég hjálpaði við að krydda.
aaaa lífið er gott
Skrifað af Jon Minn klukkan 19:15 |
Hópritgerðarsmíðarpása í dag.
8 blaðsíður komnar á google docs, nú er bara að lesa yfir og laga texta.
Annars var farið í bíó í gær Vantage point held ég hún heiti. Einn flottasti bílaeltingaleikur sem maður hefur séð í langan tíma í þessari mynd.
Annars er No country for old men mynd uppá 10.
Skrifað af Jon Minn klukkan 19:11 |
fimmtudagur, febrúar 21, 2008
Ritgerðarefni
Analytical theme 2. The Rise of the Factory System and the Human Organisation. Readings: Jaffee, Chapter 3&4
Öss, fyrir 19 á morgun ætla ég að vera búinn að skrifa mínar 3 blaðsíður um ofangreint efni.
Mjög spennandi
Skrifað af Jon Minn klukkan 17:27 |
miðvikudagur, febrúar 20, 2008
jonfinnbogason@hotmail.com sem ég nota á blogger og jonfinnbogason@gmail.com sem er hjá Google sem á blogger vinna ekki saman.
Þetta er léleg upplýsingastjórnun.
Skrifað af Jon Minn klukkan 15:56 |
þriðjudagur, febrúar 19, 2008
mánudagur, febrúar 18, 2008
sunnudagur, febrúar 17, 2008
Aggi hvernig sendiru þetta sms í gær?
og bara svo allir viti það þá beit mín vampíra alla lesendur bloggsins og ég græddi 50 vampíru stig.
Svo keypti ég 14 vini úr skólanum. Markaðsvirðið á mér hækkaði umtalsvert og margir keyptu mig.
Skrifað af Jon Minn klukkan 21:41 |
Ég held ég sé kominn með hita, alveg 38 gráður, ég verð að passa mig að éta alveg helling til að ná þessu niður. Ef maður étur ekki verður maður meira slappur
Skrifað af Jon Minn klukkan 21:39 |
Af hverju er eldhúspappír svona rakadrægur? Maður þarf alltaf að nota klósettpappír til að snýta sér í flensufaraldri. Svo vantar mann harðar flensu pillur eins og maður fékk í London hér um árið. Maður er fljótur að henda flensunni af sér með því.
Næstu 2 vikur verða harðar ritgerðarvikur. Svo er munnlegt próf, í O.T.
Skrifað af Jon Minn klukkan 21:27 |
laugardagur, febrúar 09, 2008
Átveisla
Í kvöld verður drukkið, borðað, hellt í sig og étið. í þessari röð
Förum út að borða í kvöld kaupmannahafnarhópur til að fagna afmæli Bryndísar. Ég er þegar byrjaður að smakka bjórinn sem er búinn að bíða inní ískáp frá því í fyrradag.
Skrifað af Jon Minn klukkan 16:26 |
Jæja. Ég strengdi heit um áramót um að klára 200 km á róðrartækinu í ræktinni fyrir 1. maí og samtals afgreiða 500 km fyrir 1. jan 2009.
Taflan lítur svona út núna
Fyrsta skiptið 23:37
Annað skiptið 22:57
Þriðja skiptið 26:37 höndur
Fjórða skiptið 22:00
Fimmta skiptið 26:58 höndur
Sjötta skiptið 23:27
Sjöunda skiptið 22:59
Áttunda skiptið 21:49
40 km komnir og 160 eftir.
Skrifað af Jon Minn klukkan 15:03 |
þriðjudagur, febrúar 05, 2008
http://www.msnbc.msn.com/id/17722026
Án efa skylduáhorf
Svo vil ég nota tækifærið og biðja um Clinton í hvíta húsið. Af hverju? Af því Obama fær ekkert annað en jákvæða umfjöllun í fjölmiðlum, eins og þegar verið var að fara að ráðast á Írak. Það er verið að fela eitthvað með þessum Obama gaur. Treysti honum ekki.
Skrifað af Jon Minn klukkan 16:30 |
sunnudagur, febrúar 03, 2008
Fann æðislega heimasíðu, http://www.projectcensored.org/. Síða sem fjallar um hluti sem fréttafæribandið færir manni ekki.
Til dæmis er verið að tala um stríðið í kringum námuvinnslu Columbo-tantalite, málmur sem notaður er í öll helstu rafmagnstæki.
Í stuttu máli eru hinir og þessir vopnakallar sem hafa frá því rafmagnstækjaöldin hófst tekið yfir helstu námur á besta Columbo-tantalite svæði heimsins, Kongó. Svo selja þessir vopnakallar efnið til hrávöruframleiðanda eins og Cabot Corp.
Þeir selja það svo áfram til Nokia, Sony og allra annarra rafmagnstækjaframleiðenda.
Hvernig væri utan á kössunum fyrir allar rafmagnsvörur myndi standa "Varúð! Þetta tæki er framleitt úr hrávöru frá mið-afríku. Sú hrávara er sjaldgæf, óendurnýjanleg, hefur fjármagnað blóðugt stríð yfir yfirráðum námusvæða og hefur orsakað útrýmingu af dýrum sem voru í útrýmingarhættu."
Skrifað af Jon Minn klukkan 16:42 |
Datt í Rugby áðan með nokkrum strákum í skólanum.
Þar sem ég er búinn að vera harður í Madden var svolítið skrýtið að fara að spila þennan Rugby. Aðalmunurinn er að það má ekki senda áfram. Hitt er að það er ekki verið að reyna að ná ákveðið mörgum metrum í hverju hlaupi.
Við spiluðum svokallaðan Touch Rugby, þar sem illa séð er að tækla harkalega. Þó er ég svolítið bólginn á fætinum eftir rólegheitin áðan. Ég náði nokkuð góðu sparki á þennan skringilega bolta í puntinu, löngu og boltinn nokkuð stöðugur í lofti.
Þegar vorar meira verður enn skemmtilegra að spila Rugby, vona bara að Fellaparken fyllist ekki af fólki í sömu hugrenningum. Það þarf svolítið pláss til að leika knattleiki.
En en en SUPERBOWL er í kvöld, við bryndís, sabbi, binni og sigríður ætlum að fara á handboltabarinn (hvað sem hann heitir í alvörunni) og horfa á herlegheitin.
Skrifað af Jon Minn klukkan 14:31 |
föstudagur, febrúar 01, 2008
Í dag verður róið uppí í 25 km samtölu.
Ég fékk þjónustusímtal frá Sonofon í vikunni, eftir um 2 mínútur og í miðri setningu lagði Sonafon á og hringdi ekki aftur. Skrítið þjónustusímtal.
Fyllti ísskápinn af bjór, tók sýnishorn úr helstu sjálfstæðu brugghúsum dana úr Nettó og Irma. Tók nokkrar prufur í gær en því miður man ég ekki hvaða bjór bragðaðist hvernig og hver bragðaðist ekki þannig. Rannsóknarniðurstöður því ónákvæmar, en svo virðist sem mexíkönsk kjötsúpa og súkkulaði kaka a la Bryndís geri þynnku hlutlausa.
Sem útaffyrirsig er merkileg niðurstaða þessarar rannsóknar.
Skrifað af Jon Minn klukkan 12:07 |