mánudagur, febrúar 28, 2005

Íklæddur Hólmgeirsson treyju er allt mögulegt!!!

Já það er rétt, treyjan er komin - send af fagmanninum sjálfum. Nú verða allir að fá sér HÓLMGEIRSSON treyjuna. Til sölu - jonminn@internet.is.

Iron Maiden - Eddie Izzard - U2 sumarið er alvega að koma... Ætlaði að halda uppá þá upplifun með því að skreppa í innisund í Laugum en þá er óvart einhver æfing og allt lokað eftir 16:00 WC megin. Bætti ekki um reynslu gærdagsins þegar ég komst að því að Laugar loka klukkan 20:00 á Sunnu.

Þá er bara eitt að gera - morgunsund. Rífa sig upp og hvergi stoppa - í morgun ætlaði ég að vakna svo snemma ... vaknaði klukkan 06:00 en ákvað að ég hefði alveg tíma til 06:30 svo ég endurstillti vekjarann þangað (snooza aldrei). Þegar klukkan var 06:27 ákvað ég að 06:45 væri alveg nógu snemmt. (Þarf nota bene að halda inni takka til að færa mínútur) - þetta endaði auðvitað á því að ég vaknaði 07:03 og las moggan og fréttablaðið þangað til klukkan var að detta í 07:20 - kláraði sturtu og rakstur og beint uppí vinnu... mættur lang fyrstur 07:42... þá komst ég að því að ég var of snemma í því - ekki einu sinni búið að taka RÆS.

Full nákvæmur.

Var að fjárfesta í rauða kortinu og 40gb ipod fyrir neðanjarðarlestina, ætla að loada entire safninu með Engilbert Humperdinck!!!!!!