fimmtudagur, desember 04, 2008

Ég er ansi hræddur um að allir séu hættir að lesa Jón Minn. Góðærið át hann eiginlega, en nú er víst komin hallæri:) Svo kannski ég fari að venja reynslusögur á bloggið.


Ég var að setja segulljós á reiðhjólið áðan, keypti græju í Fotex á 109 kall. Þegar ég var að setja þetta á hjólið komst ég að því að þetta passar ekki. 

Vá hvað ég var hissa, af hverju koma svona hlutir bara fyrir mig? Staðlaða segulljósið sem allir eru með passar ekki á hjólið mitt!!! Úff, ég virðist alltaf lenda í hlutum sem enginn annar á í vandræðum með. 

Jæja, meira seinna. Á að vera að skrifa minn hluta í hópritgerðinni.