Þegar maður var lítill gat maður alltaf sett loft í dekkið á BMX hjólinu á bensínstöðvinni, maður þurfti bara að fara inn og sækja ventil.
Ég lenti í því hérna úti að þurfa á vendli að halda, það fór nefnilega að leka loft úr afturdekkinu mínu um daginn. Í stað þess að fara á Q8, Statoil eða Total fara Danirnir í hjólabúðirnar. Því fyrir utan allar hjólabúðir er slanga.
En hvernig segir maður Ventill á dönsku? Viti menn það er Ventil:)
Annars er ég núna búinn að pumpa núna 2svar í dekkið, á jafnmörgum dögum. Það er greinilega gat einhversstaðar. Kannski maður snú hjólinu á hvolf og "geri við"? Rifja upp gamla takta.
mánudagur, nóvember 05, 2007
Skrifað af Jon Minn klukkan 09:45
|