fimmtudagur, október 11, 2007

Samskipti
Kvöldið fór í fréttalestur. Mikið gekk á í dag.

Þar sem ég er harður Framsóknarmaður er ég að sjálfssögðu ánægður með að báðir meirihlutar í Reykjavík slást um að vinna með Framsóknarmönnum. Leiðinlegt að Gísli Marteinn og Hanna Birna séu svona svekkt, þau hefðu getað haldið þessum meirihluta á lífi með því að stunda meiri samskipti sín á milli en ekki í gegnum fjölmiðla. Þar sem ég stunda nú nám um listina við Samskipti og Upplýsingastjórnun sé ég klárlega skort á öllu því sem á að tilheyra.

En varðandi þetta REI mál þá byrjuðu Sjálfstæðismenn að stofna fyrirtækið til að stunda áhættustarfssemi fyrir OR. Núna eru þær algerlega hættir við það og að sjálfssögðu var það aldrei meiningin:)

Framsóknarflokkurinn hefur alltaf haft góða stefnu fyrir OR, sem hefur skilað Reykvíkingum góðu búi. Ég vona að þessi stefna sem Alfreð Þorsteinsson markaði með R-listanum fái að lifa áfram.

Önnur málefni eru í góðum gír, R-listinn fær að halda áfram með sín mál.

Ég bið bara til guðs að ég fái að missa af pólítískri þáttöku Gísla Marteins og Hönnu Birnu í næstu kosningum.