Eins og alþjóð veit stunda ég nú rækt af áfergju, nema í dag því ég er að horfa á Dreamgirls.
Í gær fór ég í róðrarvélina góðhugsa, ég ætlaði að fara í 2 km frekar en 5 km eins og ég hef gert undanfarið.
Fyrsta dag 5 km = 24:50
Annan dag 5 km = 23:40
Þriðja dag 5 km = 22:50
Fjórða dag 2 km = 8:44 (sem þýðir að 8:44*2=17:28 +8:44/2=4:22 = 21:50)
Ég hefði hins vegar náð meiri árangri á fjórða degi ef ég hefði ekki ætlað að rústa massaða gaurnum sem byrjaði á sama tíma og ég. Hann byrjaði að róa, og ég byrjaði að róa á tvöföldum hraða. Eftir 100 metra var ég nærri búinn á því, ég fór samt hraðar en gaurinn og kláraði mína 700 metra á sama tíma og hann tók 500 metra.
Sjá heimsmetin hér.
fimmtudagur, október 18, 2007
Skrifað af Jon Minn klukkan 13:39
|