fimmtudagur, maí 17, 2007

Keypti bréf í Lindex í Svíþjóð af því Greiningardeildin sagði að bréf í félaginu myndu hækka um 39% næstu 12 mánuði, búið að hækka um 2% so far. En þessi 2% gróði hverfur því Krónan er búinn að hækka svo mikið, þannig að í rauninni tapaði ég.

Ef ég hefði keypt í Atorku hefði ég verið búinn að ávaxta um 7% á sama tíma. Allt svo gott á Íslandi.

Svo keypti ég Dollara af því allir töluðu um að krónan væri að fara að veikjast, en svo segir kjaftasagan að Krónan verði mjög sterk frammá haust því Björgólfur sé að kaupa Actavis. Fólkið sem er keypt úr Actavis kaupir að hluta til í öðrum íslenskum félögum, bara spurning hvaða Atorka er mjög sennilegur kostur.