laugardagur, apríl 01, 2006

Vá ég verð að segja ykkur... það er allt að gerast...

Allir sem þekkja mig vita að ég er stór.

Allir sem þekkja mig vita líka að ég stunda ekki körfubolta.

Um daginn ákvað ég hins vegar að fara á æfingu og athuga hvort eitthvað væri hægt að gera úr mér. Fór á æfingu hjá Breiðablik og komst að því að ég er ekkert svo slæmur. Það var nokkuð góður andi og ég var manaður uppí troðslur og eitthvað blokk batl (hindra skot). Ég rústaði því auðvitað og svo voru menn að tala um hvað ég gæti vísast ekki skotið þriggja stiga... að sjálfssögðu gat ég skotið þriggja stiga... ég hitti 8 af 10. Það var bara einhver stubbur sem náði öllum og vann því það veðmál.

Kom mér svolítið á óvart að þarna voru menn í jakkafötum (ekki samstarfsmenn mínir), nánar tiltekið voru það asíubúar. Þeir voru að fylgjast með. Maður frá Orkuveitu Reykjavíkur var á svæðinu til að túlka eða eitthvað með þeim. Gaurinn frá OR, Hreinn Guðmarsson, kallaði mig til sín og kínverjanna. Þetta voru víst fulltrúar frá íþróttanefnd alþýðulýðveldisins kínverska, hér á landi við að finna efnilega körfuboltamenn til að spila með í kínversku körfuboltadeildinni. Þeim vantaði mann til að spila með liði Guangzhou, rétt hjá Hong Kong.

Ég er að fara 2ja vikna ferð núna um Páskana, fer á morgun og kem aftur 23. Páskadag, til að kíkja á aðstæður og skrifa undir ef mér líst á:) Veit samt ekkert hvort mig langi þetta, en af hverju ekki að fara í ferð !?!

Það verður Kveðjupartý heima hjá mér í kvöld, komið með eitthvað á grillið... Ég á klaka;)