mánudagur, febrúar 13, 2006

Góðir lesendur

Hvar er nýji færibanda Sushi staðurinn?

Ég held að Google sé ekki nógu góð leitarvél, skilar ekki alltaf þeim niðurstöðum sem mann vantar. Eins og áðan var ég að leita að einhverju í sambandi við "Kröfur Nútímans" en fann ekkert sem hægt var að byggja á. Greinilegt er að Google metur ekki upplýsingar. Í gamla daga gastu ekki gefið út efni nema þú værir mjög gáfaður (ríkur) eða værir mjög gáfaður og fyndir þér ríkan mann til að gefa efnið út. Nú til dags geta allir tjáð skoðanir sínar og skrásett það með aðgengilegum hætti. Þetta þýðir að það er til einskis að leita að einhverju því þegar þú finnur það eru allir bjánar í heiminum búnir að skrifa býsnin öll að vitleysu um það atriði og maður þarf að byrja á því að feta sig í gegnum það, sem er heljarvinna sem leitarvélin ætti að vinna fyrir mann.

Sá Tinnu Alavis aftur um helgina, hún er víst að elta mig þessa dagana. Ég er samt svo óheppin, hún er annaðhvort hinum megin við lestarteinana, glerið, ánna, sjónvarpið, tölvuskjáinn eða í öðrum bíl svo ég hef ekki getað sagt henni brandara eða hvað sem ég geri sem gerir stelpur æstar í mig.