Ég er búinn að vera með þessa síðu í 3 ár núna, Fyrsta færsla mín endar á þessum orðum "...ef þessi síða endist eitthvað hjá mér."
Fyrst var ég orðheppinn og snjall. Allir sögðu mér síðan væri fín.
Svo bætti ég við myndasíðu og dró úr skrifum. Allir sögðu mér myndirnar væru sagnfræði.
Svo hætti ég að bæta við myndum og fór að skrifa um eitthvað sem enginn nennir að lesa um. Allir sögðu mér ekki neitt því flestir eru hættir að lesa síðuna.
Ég vil halda áfram með síðuna og eins og ég hef sagt áður þá mun bloggið verða óáreiðanlengt frammí fingurgóma til eilífðar, það breytist ekki.
Það sem mætti breytast eru komment... ég elska að lesa komment... komment hvetja mig til að skrifa. Því hef ég ákveðið til samræmis við setninguna mína hér að ofan að byrja að kommenta á allt og alla um allt og allt...
Viva las Vegas. Svo er mér sagt það sé Out að blogga???? Eða svo ég vitni í 4 ára strák sem sagði að bolluvendir hefðu verið hipp og kúl í "gamla daga" þá var bloggið hipp og kúl í gamla daga... Í dag er það frammistaðan í kjötheimum sem gildir:)
þriðjudagur, febrúar 28, 2006
Skrifað af Jon Minn klukkan 20:20
|