Hver á eiginlega tunglið?
Get ég sett upp Helíum-3 námu þar? Hver ákveður eignarétt á tunglinu? Hafa Sameinuðu Þjóðirnar eitthvað með það að gera?
Eignaréttur:
Ef ég bý til eitthvað úr engu, þá má ég njóta þess! Ef ég bý til eitthvað úr einhverju sem einhver eða einhverjir aðrir eiga eða hafa átt skulu báðir aðilar að slíkum samning að njóða ágóðans?
Ég er ekki nógu ánægður með skilgreiningu eignaréttar, hún gerir ráð fyrir of mörgum atriðum sem eiga ekki við rök að styðjast. Lögfræðin er dugleg að útskýra svonslagt hluti. Til dæmis byggir lögfræðin á óvissum grunni gamalla venja og fordæmis. Lögfræðin byggir eiginlega bara á þeirri reglu að ef hlutur hefur viðgengist nægilega lengi, skráður eða ekki, til að fólk sé hætt að rökræða hann þá er hann kominn í fastar skorður og ekki megi hreyfa við honum. Allt nýtt sem kemur fram byggir einnig eða er tengt við þennan grunn.
Of flókið er fyrir mannkyn að leiðrétta þetta. Því af hverju ætti fólk að ígrunda þessa hluti þegar það getur fengið sér mat, drykk og snúið sér við dáleiðandi tónlist og samræður við misvitra ásamt þægindum núverandi venja?
Ég vil hins vegar benda á það að bráðum verður tunglið líka gefið einhverjum námufyrirtækjum, rétt eins og ófæddur þorskur var gefin útálandiliði.
Ég ætla að kaupa hlutabréf í námufyrirtækjum sem fá að fara til tunglsins að veiða helíum-3.
sunnudagur, janúar 29, 2006
Skrifað af Jon Minn klukkan 12:42
|