sunnudagur, desember 04, 2005

Fór í gær í ræktina, ég hafði ekki farið í nokkrar vikur. Í WC er bílastæðavandamál, eins og annars staðar en sérstaklega mikil í WC. Ástæðan er að sá sem teiknaði bílastæðið er hálviti.

Ég er alltaf frekar hissa þegar augað á mér opnar hliðið, man ég bað sérstaklega um tímabundna áskrift á sínum tíma. En auðvitað rúllar þetta bara og rúllar á kortinu.

Fór á brettið, skíðabrettið - gleymdi reyndar höfuðheyrnartólum svo ég gat ekki hlustað á útför Georgs Best.

Eftir um hálftíma glápi á líkfylgdina fór ég stuttan hring um svæðið - þekkti ekki haus en náði að lyfta mér nokkrum sinnum svo ég hitnaði en svitnaði ekki. Svo horfði ég meira á sjónvarpið og aaaa gufa...

Af hverju étur maður mjólkurvöruna Boost? Ég fékk mér ávaxtasafa, ógeðslega súr.

Svo labbaði ég út... vissi ég hafði svindlað - þessi rækt taldist ekki með. Ég hef enn ekki farið í ræktina í nokkrar vikur.