„Íslendingar eru meðalmenn á hæð og vel vandir, en ekki ýkja knáir. Frítt konuandlit er fáséð á Íslandi.“ Troil lýsir Íslendingum sem sómamönnum. Samkvæmt honum eru glæpir sjaldgæfari meðal Íslendinga en annarra þjóða, stuldir eru fátíðir og þeir geta ekki talist lausalætismenn. Þó að þeir séu fátækir þá eru þeir með eindæmum gestrisnir og fögnuðurinn ljómar úr augum þeirra þegar gestur gerir sig heimakominn. Þeir eru greiðviknir og tryggir vinum sínum, en ekki miklir gleðimenn og jafnvel grunnhyggnir. Þá segir hann að Íslendingar hafi ekki dropanum ef svo beri undir.
Þegar Íslendingar heilsast, kyssast þeir á munninn óháð því hvort það séu menn eða konur, mæður eða dætur. Þeir eru trúaðir og kirkjuræknir en ekki lausir við hjátrú. Troil dáist að ættjarðarást Íslendinga, sem hann segir að orð fái ekki lýst, og hvergi líði þeim jafnvel og á heimaslóðum.
mánudagur, október 03, 2005
Skrifað af Jon Minn klukkan 21:01
|