miðvikudagur, apríl 27, 2005

Nýr hringitónn

Var að labba í miðbænum áðan er ég sá par kyssast í bíl á gatnamótum þar hjá og þegar þau hætta að kyssast líta þau upp og beint til mín sem ég labba framanvið bílinn. Þau voru skælbrosandi ég brosti á móti og blikkaði þau, þau misstu af græna ljósinu.

Þá fór ég að hugsa... af hverju þarf maður að ná græna ljósinu(flýta sér í gegnum lífið)? En eins og svo oft áður var ég löngu búinn að gera eitthvað í málinu - Ég var jú labbandi en ekki bílandi.

Fer ekki að koma dagur annars... klukkan er farin að ganga tvö um nótt og ég er ekkert á leiðinni að sofna... þyrfti eiginlega að koma dagur núna svo ég gæti klárað það sem ég er byrjaður á.

Rakið