fimmtudagur, apríl 21, 2005

Gleðilegt sumar

Kvaddi veturinn í gær á margslunginn hátt.

Snittur og öl hjá kreditkortafyrirtæki. KB elítan safnaðist á 101 og naut sólarylsins gegnum hliðargjána. Tískusýning uppí Garðabæ, ekki grunaði Daða þegar hann vaknaði um morguninn að slíkt myndi gerast. Rölt niðurlaugarveg, Rosspomodoritos var troðið meðal annars af öðrum KB fellows, 60% Íþróttanefndar á svæðinu. Elítan borðaði á Enricos og liðaðist inn undir sumarið ... núna er sumarið komið og því ekkert að vanbúnaði að hefja gleðina. Er þessa stundina að gera nánasta umhverfi mitt tilbúið fyrir stanslaust ráp og sumardagskrá - henda skápum, borðum, rúmum og skýrslum...

LETS GO!!!