miðvikudagur, mars 16, 2005

Eins og Jana sagði einu sinni, þá eru endurtekningar stundum bestar. Hér er ein með engum greinarskilum.

Ég fór í kvikmyndahús um daginn, allt gekk vel ég var í röðinni klukkan rúmlega tíu og góð tilfinning að standa í Smáralind og bíða, þegar ég varð þess heiðurs aðnjótandi að komast fremst í röðina smeygði ég kortinu undir glerið og sagði Gangs Of New York með amrískum hreim. NEI, öskraði ég yfir litilmagnann þegar stelpukindin í boxinu sagði mér að það væri uppselt á G.O.N.Y. á meðan hún hengdi upp blað með þessum upplýsingum og ég svo fljótur að hugsa ansans hvaða mynd er verið að sýna sem ég gæti hugsað mér að sjá DD kjaftæði, ég myndi falla í þunglyndi ef einhver hefði borið kennsl á mig fara á þá mynd. Ok ok rólegur Jón rólegur, Ég er rólegur djöfullinn sjálfur, vertu rólegur þá sagði hin stelpan heyrðu ég á tvo miða eftir og sælutilfinning fór um líkamann eins og ég hafi sigrað eitthvað. Jég tek þá sagði ég við þær innan glersins. Síðan fór upprunalega stelpan í það að afgreiða miðann til mín og gaurinn sem var næstur í röðinni hjá stelpunni sem gaf mér forkaupsréttinn var illilegur á svipinn, miðaldra sjóari sem ætlaði með krakkana sína í bíó og ég hafði af þeim miðann, Hey þú veist sorry að ég sé yngri en þú og hafi flottari líkama og sé myndarlegri en þú, þú eist þú erður barað skilja skiluru (survivor) sagði ég við gamla öfundsjúka manninn. Þú færð miðana á þúsund, há ég vá takk sagði ég við gelluna þegar ég borgaði, skildi reyndar ekki akkuru en þú veist það hefur bara verið líkaminn. Þegar ég sneri mér við og horði niður á allt liðið sem ekki fékk miða leið mér enn betur og sagði upphátt, ha síðustu miðarnir, eins og illa gefinn ms-ingur. Þegar ég rölti upp rúllustigann skoðaði ég miðann og sá að þar fór miði fyrir öryrkja og ellilífeyrisþega, hua hva ég leit í kringum mig ég lít nú ekki út eins og öryrki er það? Það verður að segjast að mér var allveg sama þó miðinn væri eitthvað svindl, því stelpan sem afgreiddi mig hefur örugglega bara átt eftir að fylla uppí öryrkjakvódann á sýninguna, það eða það hefur verið líkaminn. En þegar ég öskraði, nei við förum ekki í sjoppuna við erum að missa af byrjuninni, í slow motion rödd. áttaði ég mig á því að ég hafði sparað hva 600 kall. ákvað ég að fara í hléinu. En vá eftir þetta labb kom hápunktur kvöldsins. Þegar ég rauk inní salinn og hrinti hjólastólakonunni til að komast framfyrir hana sá ég að salurinn var við það að fyllast og nú þyrfti hermaðurinn í mér að sýna sig ef ég ætti að fá sæti fyrir miðju. ég notaði nætursjónina og sá tvö sæti í 7 aftasta bekk en til þess að ég gæti nýtt mér þau hlið við hlið þyrfti ég að færa fólk til. Ég byrjaði á því að spyrja elskulegt par sem sat við endann hvort sætið við hlið þeirra væri upptekið, nei nei sagði kurteisi strákurinn greinilega moldríkur enda sá ég þegar sýningin var búinn að hann ók á brott á Benz. Já já flott 1 sæti komið sagði hausinn við sjálfið. Ok það er annað sæti þarna handan þessara tveggja gaura best að spyrja þá hvort ekki væri í lagi að færa sig einn rass svo ég gæti notað sætin. Svo ég spurði gaurinn sem ekki hafði farið í klippingu ansi lengi og greinilega ekki eins ríkur og fyrri gaurinn, sem átti rosa flotta kærustu meðan ég man, hvort hann og elskhuginn gætu nokkuð fært sig um heilann rass. Eftir að ég hafði sleppt orðinu kom tímalykkja í hugsun mína og fékk ég flashback til þess tíma er ég var að lesa sjálfstætt fólk og Bjartur var nýbúinn að hrekja Ástu Sóllilju frá sér útaf því hún var ólétt. Heyrðu gaurinn svaraði mér með því að segja þurrt nei. þurrt nei - Hvað á maður að gera í svona málum það er ekkert hægt að gera nema segja ha og aftur ha en jafnvel þá er ekki útséð með beitingu ofbeldis. Ég áttaði mig ekki á svarinu enda var gaurinn aumingjalegur útálandigaur, svo ég sagði hátt svo allir í bíó heyrðu, HA viltu ekki færa þig, , af hverju ekki?, Feiti vinur subbulega gaursins hnippti í óklippta manninn og sagði hey meðan hann stóð upp og færði sig. Ég hafði þá fengið ansi stórann skammt af adrenalíni svo ég skalf allur og sagði við snyrtilega ríka gaurinn með ofsafínu kærustuna, maður er bara maður veit ekki hvað gerðist, og kærastan kinkaði kolli. flestir í bíó voru hissa í andlitinu og greinilegt að þetta er í fyrsta skipti fyrir alla þarna inni. Ég þakkaði útálandigaurnum fyrir að hafa fært sig en hann svaraði engu ég settist þá bara og horfði síðan á konuna í hjólastólnum taka sér stöðu við endann og myndin byrjaði. Skítugi gaurinn var ekki af baki dottinn og í eitt skiptið þegar ekkert hjóð var í salnum heyrði ég hann segja, huh maður búinn að koma ógeslega vel fyrir og þú veist bara færa sig.