Skelþunnur
Mér líður illa
Ekki misskilja – ég var ekki að drekka áfengi um kvöld!
Þannnig er mál með vöxt að heima hjá mér er verið að taka baðherbergið í gegn. OG þar sem verið var að leggja flísarnar í kringum blessað klósettið í gær þá var ekki hægt að fara síðustu ferð undir blánóttina og losa fyrir svefnin langa. Það sem gerðist (fyrir utan vanlíðan undir rót svefnssins) var að ég var í spreng í alla nótt. Dreymdi meðal annars fossanið, flúðir og sjávarföll. Er ég vaknaði í morgun hafði greinilega líkaminn um miðja nóttina ákveðið að ekki væri hægt að fylla og fylla þvagblöðruna mikið lengur - Hún myndi springa (eða fara að leka) - og eftir stífan fund ákvað innri endurskoðun að hleypa hluta vatnsins í gegnum sogæðakerfi líkamans til að dreyfa álaginu. Þvag rann um mínar æðar! og Þar af leiðandi – Ég þunnur og þamba vatn til að þynna út þvagið.
Langar í þynnkumat!
|