sunnudagur, janúar 30, 2005

Matarklúbbur Meirihlutans í gær.

Allskonar matur, kjúklingabringur, beikon, pepparóní, allskonar ostur, sósur, grænmeti, pyslur, kjött, sósur, sveppir, hitt og þetta og drykkir. Allt eldað á heitri pönnu á miðju borði. Eftir það voru heitar pólítískar umræður um evrópusambandið, fíkniefni og U2 tónleikana sem hópurinn er að fara á í sumar. Önnur verslunarmannahelgin í röð þar sem ég fer ekki á Þjóðhátíð...

Því miður...

Mér líður alltaf illa þegar ég hugsa um að vera ekki á Íslandi um verslunarmannahelgi, eins og maður sé að missa tökin á einhverju þess virði að upplifa og njóta.

En sumarið kemur með látum... stefnir allt í KGRP leysi hjá mér og er það miður því sumrin í KGRP eru nauðsyn. Bó stakk upp á því að ég myndi stunda KGRP eins og Sagnfræðina, félagsstörf (þar eð ég er vefari félags sagnfræðinema, árshátíðarnefn, útlandanefnd án þess að mæta í skólann nokkurn tíma - nýjasta í skólamálum er að ég er kominn á framboðslista fyrir stúdentakosningarnar.) Engu að síður verður maður að vera á staðnum í KGRP til að það gangi upp, hef prófað KGRP laust sumar og vá hvað það var skrýtið - maður er einhvernveginn ekki innstilltur inná þannig sumur, þau virka ekki alveg eins vel. Svo er Elfa Björk líka á leiðinni í garðinn... held það sé sprengidúndur...

Já maður verður bara þunglyndur að hugsa um sumarið. En svona er að vera eftirsóttur. Hey já ég var bara að fatta það núna... maður hefur val - VAL til að gera það sem maður vill. Fokk ÉG hafði aldrei hugsað útí það.

Ég get valið - vó... ég er að átta mig á því að aðrir stjórna lífi mínu. AÐRIR!!!

Það er ekki góð latína...

Að öðru... (stefnir í lengsta blogg sem ég hef skrifað, því ég er stuttur bloggari)...