Sönn reynslusaga...
Það var snjór í morgun.
Reyndar var ekki mikill snjór. Það var pínupons snjór. En það vildi svo til að við útganginn á bílaplaninu var heljar skafl.
Auðvitað var enginn skafl við hinn útganginn.
Sem ég ók út af bílaplaninu ákvað ég að þrusa mér yfir skaflinn því ég gæti örugglega tekið hann á ferðinni. Ég gef vel í og reyni að herma eftir "38 jeppanum sem fór sjónarmun fyrr en ég yfir sama skafl. Hækka í Jimmi og set á fulla gjöf.
Hálfa leið yfir skaflinn og stopp.
Peugeotinn hafði ekki drifið, en afturhjólið stóð þess í stað í lausu lofti og restin var grafin ofan í skaflinn og dekkin snertu hvergi neitt sem heitið getur fast efni. Ég ráfa í kringum bílinn örvinglaður yfir missreiknun minni og horfi á eftir Helgu í næsta húsi keyra rólega út um hinn útganginn.
Nú voru góð ráð dýr, og ég dreif aldraðan föður minn frá morgunkaffinu til að draga mig út, því ég var seinn á fund.
Þá kemur í ljós að hvergi á mínum rekstarleigubíl er að finna (dót til að binda í) svo ég bara varð að skilja bílinn eftir skáhalt í skaflinum, enda passar það vel við persónu mína.
Ég fæ að fljóta með Pabba gamla(ungur maður engu að síður) í leiðinni, niðrí bæ. Það er alltaf gaman að fá far hjá málarameistaranum, stress við akstur er ekki til. Inni í bíl hjá honum er maður sáttur við umferðarþunga, þó svo Sæbrautin væri lokuð útaf gúmmífýlu. Ég var hálftíma seinn á fund en það skipti bara engu, inní bíl hjá pabba slappar maður bara af og allt annað gerist bara.
Sem ég klára minn 16 tíma vinnudag og kem heim sé ég að bíllinn er í góðum pakka, nýbúið að ryðja planið en af kunnum ástæðum er búið að bæta smá vegg í kringum minn bíl.
Auðvitað er skollið á myrkur og ekki útséð með að ég nái honum lausum fyrir næturfrostið, og ef það gerist ekki þá er ég í vondum málum.
Hefst nú mokstur ég moka þessi heljarósköp og miðar vel, hef sjaldan stundað hraðari og metnaðargjarnari mokstur, nema ef maður telur með hin og þessi sandkör KGRP.
Moka ég nú mest undan bílnum en allt kemur fyrir ekki, hægra afturhjólið í lausu lofti og vinstra framdekkið í sama pakkanum.
Það er mikið af snjó undir helvítinu(ég veit það er ljótt að blóta, en mig skortir þolinmæði og vit til að finna uppá einhverju lýsingarorði sem gæti lýst gremju minni) ég næ engum árangri. Ofurkonan MAMMA kemur og reynir að hleypa lífi í staðnaðar björgunaraðgerðir mínar og hleypur að pípureykjandi nágrönnum og biður þá húmanískt að bjarga vitgrönnum bílum úr skafli. Þeir taka vel í hugmynd móður minnar, sem eitt sinn var blaðamaður á DV.
Með snörpu handtaki næst að þrusa bílnum afturábak útúr skafli og á sléttlendið... köttur útí mýri settupp á sig stýri... og úti er ævintýri... AMEN
þriðjudagur, nóvember 23, 2004
Skrifað af Jon Minn klukkan 23:36
|