mánudagur, september 27, 2004

Það verður seint sagt um Jón Minn að hann viti mikið almennt um Fótbolta eða leikmannamál í Fótbolta hérlendis eða erlendis. Hverjum er ekki sama...

Fylkir, hverfisliðið mitt hér á Íslandi, var 5 ár að koma sér úr hlutverki litla efnilega hverfisliðsins í það að verða STÓRVELDI sem vinnur aldrei þrátt fyrir leikmannakaup, aðstöðubætingu og heljar fjárútlát.

ÉG segi nú bara eins og öldungarnir ÉG ER EKKI SÁTTUR!

Ef ég man þetta rétt þá hefur árbærinn alltaf verið frekar fótboltasinnaður/fylkissinnaður og við komumst nokkrum sinnum uppí efstu deild þegar ég gat verið boltastrákur ... en alltaf féllum við um haustið... Þangað til einhver skagamaður sem ég man ekki hvað heitir...

...Óli Þórðar held ég... tók við liðinu og við unnum næst-efstudeild, komumst upp og allir héldu við værum við sama heygarðshornið en þá rétt misstum við af alvörubikarnum og tókum varabikarinn í staðinn...

Svo fórum við að kaupa og hegða okkur eins og snillingar... allir héldu með Fylki... á móti KR sem vann alltaf .... Fylkir var Spútnik töff og elskað fótboltalið... árbærinn fékk athygli frá landinu fyrir að vera svona skemmtilegur og spes.... Árbærinn og Fylkir var virkilega töff...

Svo vorum við alltaf í toppbaráttunni en töpuðum alltaf öllum leikjunum eftir verslunarmannahelgi.... þá urðum við stórveldi....

og FH er orðið spútnik liðið sem allir dást að stuðningsmennirnar eru í blöðunum og fá klapp á bakið... Botnleðja hefur tekið við af Rottweilerhundum... haha... og Orange klúbburinn á ekki séns í FH-inga..

Munurinn á liðunum er að FH vann þegar liðið fékk allan meðbyrinn og stuðið... ekki Fylkir... nú er bara að vona að Fylkir fari að vinna eitthvað... og hætti að hegða sér eins og stórveldi... því enginn þolir stórveldi .. sjáið bara KR.

OG OG OG AÐ ÚTLÖNDUM

Ég held ekki með liði í úrvalsdeildinni... þegar ég var 12 ára ákvað ég með úrslitasíðu moggans mér við hlið hvaða liðum ég ætlaði að halda með út ævina... eftirfarandi...

Frakkland - Monaco
Þýskaland - Köln
Ítalía - Róma
Spánn - Real Madrid
England - Swindon

Önnur lönd náðu ekki inná listann minn...

Ég hef tekið eftir því að Roma og Real eru góð lið... Monaco veit ég ekki held samt þau séu eitthvað góð í einhverri meistaradeild eða eitthvað... Köln veit ég ofsalítið um en er samt gallharður stuðningsmaður...

Swindon er svo mitt ektalið... ég á eftir að fara á leik með þeim það er víst.. á County Ground völlinn sem tekur 25.000 manns... ÉG á meiraðsegja búninginn þeirra...

Reyndar horfi ég aldrei á fótbolta... kenni um þeirri staðreynd að Stöð 2 faldi dagskrárliðinn fyrir mér eins og helvítin gerðu við Simpsons líka... ég þoli ekki Stöð 2 útaf þessum glæp en ég horfi samt á heimsmeistarakeppnina á 4 ára fresti og evrópukeppnina þar á milli en það er af því það er í opinni dagskrá... svo er aldrei að vita nema Skjár einn muni opna augu mín fyrir þessum fótbolta.... en ég efa það