mánudagur, janúar 26, 2004

ÉG hafði verið að spjalla í símann heima í um ... ég veit ekki.... ógeðslega lengi.

Þegar ég átta mig á því eina villta sekúndu að ég hafði látið byrja að renna í baðið rétt áður en ég hóf blaðrið.

Ég hendi símtólinu frá mér í hraðspóluðu fússi … ríf upp hurðina inni hjá mér … hleyp á loftinu inná bað … sný handfanginu á hurðinni með hraða Agents í fyrstu Matrix myndinni og sé með mínum mannlega fallegu bláu kynæsandi augum að það er vatn útum allt gólf í sentimetratali… FOKK …

Þar sem þetta er ekki í fyrsta skipti sem þetta gerist byrja ég á því að stoppa rennslið á heita vatninu og fer með höndina ofaní til að taka tappann úr svo ekki fari meira yfirfall útum allt… fokk það er kalt (gleymdi aftur að stilla hitann rétt[alveg heimskur]) OG í svaðalegum flýti að henda handklæðum á gólfið til að vatnið sjái sér fýsilegt að osmósast þangað í staðin fyrir að hanga á gólfinu… og viti menn eftir að ég er búinn að tæma handklæðaskápinn sem inniheldur um 30 handklæði og gólfið á baðinu þakið handklæðum blautum svo ekki sést í sjálft gólfið … ER það orðið þurrt sem betur fer…

Þá kemur Pabbi inn og segir hmmm þú ættir að hringja á tryggingarnar, er það ekki??? Ha nei nei ég er búinn að þurrka! Ég var allavega sáttur við að hafa skúrað inná baði. Set tappann aftur í baðið og læt renna heitara vatn og sest í leðrið til að róa taugarnar eftir hasarinn……..

Svona gefur lífinu gildi… fyrst ekkert annað gerir það…………………