sunnudagur, október 19, 2003

Vel byrjaði dæmið, Ófeigur sem klúðraði 4. okt fyrir okkur bætta nokkurnvegin fyrir það með aukakút af miði. ÉG, Björgvin og Elín(sem mætt vorum fyrst vegna greiðvikni Unu, takk Una) náðum varla að stinga úr einni umferð áður en meðlimir Netfangalistans komu og brögðuðu á höfuðstólnum með okkur. aaaaa hvað þetta smakkaðist allt vel og ekki skemmdi að mikil auglýsingamennska í gegnum Netfangalista Björgvins skilaði sér í því að flestir voru mættir á skikkanlegum tíma. Síðan rak hvert skemmtiatriðið annað og greinilegt var að afmælið sem var líka á Glaumbar átti ekki séns í úthverfabúana, bæði hvað varðaði hávaða og prúðmennsku. DJ Danni komst í feitt þegar skítug miðbæjarrotta bauð honum aðgang að örvandi og sljóvgandi efnum gegn vægu gjaldi. Sem betur fer hló Disk Jockeyinn svo að honum að rottan yfirgaf svæðið og fór aftur í holræsið þar sem skylt lið á heima. Vá svo hófst dansinn og enginn smá dans við áttum gólfið, partýið var byrjaði og það varð hið mesta sem um getur í sögu sumarstarfsmanna Gufuneskirkjugarðar......