sunnudagur, október 05, 2003

Kallinn á miðhæðinni vakti alla í stigaganginum síðustu nótt með látum gesta sinna. En í þessari 3 herbergja íbúð búa 10 víetnamar og þessi eini íslenski kall. Einhver vinur hans fór víst að lemja eina útlenska og mikil læti fylgdu. Svo kom löggan og róaði helvítis liðið niður. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem svona lagað gerist í þessum stigagangi þetta fólk er búið að vera með læti í nokkra mánuði allt að 20 að ég held. Fyrst bjuggu þar víetnamar helst til of margir með tilheyrandi skvaldri þó þeir hafi ekki verið eins slæmir og íslendingarnir eru sem fóru að umgangast þau. Frægt er þegar hnífaslagur var á bílastæðinu hérna sem engin af þeim vildi svo kannast við þegar löggan kom, lagana verðir eru reglulegir gestir hjá þeim núorðið útaf hávaða og misþyrmingum. Svo flutti ein dekurdrós utan af landi í aðra íbúð og fór að nota eiturlyf og hlusta á Nirvana svo ég fékk ógeð á Nirvana og tengi dópi í dag. Þessu útálandiliði fylgdi endalaus hávaði og opið hús allan sólarhringinn og stanslaus straumur af kaupendum, seljendum, aumingjum, handrukkurum og leðurklæddum hákörlum á stórum jeppum. Sem betur fer flutti hún út eftir þrjú ár af rugli. Svo keypti féló íbúð og inn fluttu hjón sem þjáðust af áfengissýki og óvild í garð hvers annars svo mikilli að þau vildi helst drepa hvort annað og margendurtóku það á hvaða tímum sólarhrings sem þeim þótti passa. Eftir nokkuð marga mánuði af þeim skemmtilegheitum og heimsóknum lögreglu hverja helgi og oftast virka daga með var þeim hent út blessuðum svo þau gætu angrað aðra blokk sem féló hafði keypt íbúð í. Í þá íbúð flutti svo þessi rólyndismaður sem les Biblíuna og þvær þvottinn sinn svo ekki meiri vesen þaðan. Af og til flutti dekurdrósin aftur inní íbúðina sína sem apótekarinn faðir hennar á Sauðárkróki hafði fjárfest í fyrir hana. Þá kom löggan í nokkur skipti og hún flutti eitthvað annað í nokkrar vikur og kom svo aftur og kemur enn. Svona er nú lífið......