miðvikudagur, október 22, 2003

Helvítis Sporthúsið skal fara að taka sig á í hreinlætismálum, um daginn var einhver gaur í því að spúla áður en hann sjálfur fór í sturtu. Hversu langt á þetta að ganga, ráðið mann í verkið!!! Bróðir Lindu Pé hreinsar þetta stundum sjálfur og drasl þeir sem sjá það hrósa honum fyrir að ganga svona í verkin, ég segi nú bara hann er nískur andskoti að spara sér verkamannamánaðarlaun með því að ráða ekki starfsmann til að sjá um þetta. Ekki nóg með ógeðslega þurrkasérafaðstöðu heldur er oft einhver viðbjóður á gólfinu á klæðasigísvæðinu líka. Ég þoli ekki að vera svona fúll yfir þessu, það þýðir ekkert að tala við starfsfólkið þarna það grínast bara á móti. Ég er reglulegur gestur í hugmyndakassanum með þessar athugasemdir og þó hann sé tæmdur með reglulegu millibili gerist ekkert varðandi þrif. Væntanlega mun ég ekki framlengja kortið, sem ég keypti fyrr í haust, um þarnæstu mánaðarmót.