miðvikudagur, júlí 23, 2003

Vegna beiðni sendi ég hér með inn aðra frásögn af bíóferð mín og Andra.

Ég fór nefnilega í kvikmyndahús milli jóla og nýárs á hina mestu mynd um Hringadróttinssögu. Við byrjum í Smárabíó þar sem tilkynnt var að uppselt var á allar sýningar þá um daginn en í staðin fyrir að gefastu upp og fara heim keypti ég miða á sýningu niður í Regnbogabíó hóf síðan ferð mína þangað og jú það stóð heima miðinn gekk að húsinu og fékk ég og minn vinur aðgang inn. Alllangt var í sýningu svo ég ákvað að setjast í svotilgerða biðstofu með hörðum stólum og ókeypis rusl lesefni til að láta tímann líða en fyrr en varði hröðuðum við okkur inn í sal og ekki var það seinna vænna því allmörg sæti voru þá þegar í notkun en fengum við samt fín sæti rétt við miðju. Síðan tók við hálftíma bið eftir þar sem ekkert gerðist nema hversdagstal. Að vísu fylgdist maður með fólki raða sér í salinn sem var allur setin tuttugumínútum fyrir áætlaðan sýningartíma. Auglýsingar hófu sýningar fimm mínútur í sýningu og sýnishorn úr minna þekktum myndum fylgdu þar á eftir í tímaleysinu sem leið í eftirvæntingu eftir hinni einu mynd. Hún byrjaði og getur fólk lesið gagnrýni um hana útum allt ég hef ekki einbeitingu í að skýra frá henni. Þegar komið var að hléinu ákvað ég og mín vinstri hönd að moka fé úr vösum og fengum okkur sitthvorn nachos bakkann með heitri ostasósu sem áætlað var að éta áður en farið var í vaskaherbergið og skolað af höndunum skítinn. Eftir það biðum við í röð og fengum okkur risa popp og risa kók plús frostpinna og bingókúlur. Síðan var hafist handa við að rogast með draslið í sætin. En þá var köttur í bóli bjarnar og eitthvað par sat í sætum okkar og við bentum liðinu á að það sæti í sætunum okkar á meðan ég leit í kringum mig svona til að fullvissa mig um staðsetninguna jú þarna er gaurinn með skeggið og þarna er feita konan jú þetta eru sætin okkar. Nei, sagði gaurinn, ég sit hérna sagði hann, nú nei ég sat hérna og þetta er gosdallur vinar míns ha gosdallur vinar þíns helduru að það skipti einhverju máli skrækti ólétta unnustan í sætinu okkar, það eru gosdósir útum allt af hverju skildiru ekki eftir jakkan þinn, jakkann minn sagði ég og staulaðist til að segja að ég óttaðist að ef ég hefði gert það hefði hann farið sömu leið og sætið mitt. Þau stóðu á fætur og ég og Andri settumst í réttmæt sæti okkar en þetta var ekki búið því að þá hófu þau árás á sætin við hliðana og sögðu með hæðnistón hver á þennan gosdall meðan gaurinn tók upp lítið pappaglas og hélt uppí loft. Það er ekki hægt að skilja eftir popppoka í sæti og ætlast til að það sé í pant eða eru kannski númeruð sæti andskotarnir ykkar skrækti ólétta konan hátt. Þá var farið að hitna undir úlpunni minni og flestra í kringum okkur fólkið fyrir aftan hóf upp orðastórsókn gegn boðflennunum og reynt var að tala um fyrir þeim að þau gætu ekki bara sest í einhver sæti þau væru öll upptekinn, Upptekinn nei það er ekki ég keypti miða hingað inn og það skal finnast sæti fyrir mig, hljóðlaust urrg fannst innan úr brjósti gaursins. Fólk var farið að týnast aftur inn og settist markvisst í einhver sæti á meðan það hlustaði á þetta skringilega rifrildi. Þú verður bara að sitja fremst það eru laus sæti þar mannfýla sagði feita konan. Fremst við viljum ekki sitja fremst sögðu þau önug og ekki ánægð með hlutskipti sitt. Þá datt Andra sú snilldarhugmynd í ljós að benda fólkinu á að setjast þar sem þau sátu áðan. Áðan, öskraði ungi maðurinn um leið og hann áttaði sig á því að hann var kominn inn í miðja sýningu. Guð hvað hann skammaðist sín, byrjaði á því að vara óléttu konuna við því að segja eitt orð í viðbót til að fá sæti í salnum. Hún var alveg að fara að segja ég ætla bara að sitja hér og hananú. Maðurinn sem byrjaður var að skammast sína tautaði, ég bið forláts ég bið forláts ég bið forláts. á meðan hann fikraði sig í gegnum þvöguna og útúr salnum og skildi óléttu konuna eina eftir til að bjarga sér út. Þögn ríkti í salnum og gremja yfir þessari veruleika ásýnd svo nálægt heim Myndarinnar. En hún byrjaði aftur sem betur fer og allt fór vel að lokum fyrir okkur. Ekki tók ég eftir útliti fólksins svo ég mun örugglega ekki geta horft á það í margmenni og kannski er það vel. Endilega ef þið kannist við fólkið eða eruð söguhetjur sjálf vil ég þakka ykkur fyrir lífsreynsluna. Takk fyrir að lesa svona langt.