föstudagur, júlí 11, 2003

Mér líður stundum eins og ég einn viti hvað gangi á í heiminum og allir hinir misskilji alla aðra. Ég fylgist stundum með misskilningi verða til og hvernig hann þróast og hvaða áhrif hann hefur á dagleg samskipti fólks. Það finnst mér magnað, ég fæ aldrei nóg af því. Mannlegt atferli er mér hugðarefni. Hugðarefni sem ég mun aldrei fá nóg af að velta mér uppúr fram og aftur.