mánudagur, júní 09, 2003

Ég græt yfir yfirgangi Bandaríkjastjórnar á mönnum sem er haldið föstum í Guantanamo án tilefnis. Fyrst þeir komast upp með þessa svívirðu, hvað ætli þeir geri næst? Er eitthvað svo fáránlegt að þeir þori það ekki. Er öllum sama um þessa menn sem hermenn og stjórnvöld Bandaríkjanna halda föngum í einhverri súrri fýlu yfir að vera ekki taldir góðir af öllu mannkyni. Á fólk ekki að krefjast þess af valdamesta og villimannslegasta samfélagi heims, að það veiti borgurum heimsins frelsi. Frelsi til þess að stjórna sínu landssvæði sjálft. Frelsi til að móta sín lífsviðhorf. Hafa tækifæri til að finna sér annan tilgang í lífinu en að krefjast frelsis.