laugardagur, maí 03, 2003

Kvótakerfið!

Er hægt að jafna eignarétti jarðeigenda á jörðum sínum við rétt kvótaeiganda til að veiða fiskinn í sjónum? Var rétt staðið að landnámi Íslands, á ég rétt á landi í Borgarfirði? Af hverju er mikilvægt að búa til Þjóðlendur á hálendinu til að ríkið eignist það, en ekki mikilvægt að búa til Þjóðhafsvæði þar sem ríkið á allt? Hver er munur á Hálendi og Hafinu? Styður þú tilvist þjóðlendanna, eða ekki? Styður þú tilvist eignaréttar í veiðum sjávardýra, eða ekki? Getur maður verið sammála öðru en mótfallin hinu?