föstudagur, maí 02, 2003

Það er eitt sem mér er sérstaklega illa við í samfélaginu það er Djúpa laugin og liðið sem fylgist með og finnst allt í lagi með hana. Annað sem ég hata en það eru Akureyringar, ég hata Akureyringa, þeir eru svo sjálfumglaðir að ég hef ákveðið að vera alltaf á móti Akureyringum án þess að hafa til þess haldbær pootþétt rök. Rétt eins og fólk hatar Hannes Hólmstein en ég er einmitt að fara í próf hjá honum í Stjórnmálaheimspekinni og það er mikið hvað allir eru búnir að mynda sér skoðun um manninn en reynast svo ekki vita alveg hvað hann vill gera þegar upp er staðið. En nóg um það, fólki á að leyfast fáfræði.

Fáfræði er af hinu góða, því um leið og fólk veit of mikið verður það ömurlegt nema það lýsi yfir fáfræði sjálfs síns.