miðvikudagur, mars 12, 2003

Ég var í blaðaviðtali áðan vegna skoðana minna um illa byggðan Háskóla og allt gekk vel þangað til blaðamaðurinn spurði mig af hverju ég væri á móti hreyfingu. Þetta var fín spurning því með því að hreyfa sig milli bygginga, úti, byggir maður líkamann upp og gerir hann vanan kulda og það hressir víst. En eftir að hafa rakkað spurninguna niður með röksemdinni um að maðurinn væri skyni borin vera fór ég að velta fyrir mér hvort þetta með byggingarnar væri bara velviljuð leið til að láta okkar miklu bílaþjóð hreyfa sig meira upphugsuð af spámönnum síðustu áratuga. Þarna kemur forsjárhyggjan aftur. Ég hefði kannski átt að slá þessu uppí grín og segja við blaðamanninn að ég væri einn þeirra sem töldu að hreyfingu ætti aðeins að iðka á þar til gerðum stöðum, og ég skildi þess vegna ekki grínið með myndina fyrir utan líkamsræktarstöð í Bandaríkjunum þar sem fólk notað rúllustiga til að komast upp hjallann.

Annars fékk ég eitt tækifæri til að birtast í sjónvarpi fyrir nokkru. Það gerðist þegar ég var niður í miðbæ að dimmitera sem Svarthöfði, fréttamaður á stöð 2 vatt sér upp að sér og spurði mig útí mál sem var umtalað í þjóðfélaginu um meint tengsl Davíðs við viðskiptalífið og í staðin fyrir að svara eins og Svarthöfði hefði gert ,Davíð er sonur minn, þá sagði ég eitthvað bull af því að ég var of drukkinn til að átta mig á tækifærinu. Ég hef verið á bömmer þessi þrjú ár sem liðin eru.

Já Leðjuna til Lettlands farið á http://www.petitiononline.com/eurovisa/petition.html og skrifið nafnið ykkar á listann eða hafið skömm framtíðarinnar hangandi yfir höfði ykkar að eilífu.