þriðjudagur, febrúar 18, 2003

Swindon töpuðu leiknum um helgina svo draumurinn um umspilið fjarlægist.

Ég var að keyra um daginn þegar ég heyrði í sírenum fyrir aftan mig allir viku til hliðar uppí kant. Það er magnað hvað það er bætandi fyrir mann að víkja fyrir sjúkrabíl, þannig framfylgir maður borgaralegri skyldu sinni. Maður fer að hugsa um einstaklinginn sem er í sjúkrabílnum eða þann sem verið er að ná í og óskar honum alls hins besta. Ég vildi ég hefði haft Þjóðsönginn á geisladisk því ég hefði látið hann í tækið farið að syngja hástöfum og farið að gráta.