föstudagur, febrúar 28, 2003

Í gær var víst síðasti dagurinn til að kjósa í stúdentakosningunum ég komst eiginlega aldrei að því um hvað væri verið að kjósa, ég lagði mig reyndar ekkert eftir því kannski það sé ástæðan, hverjum er ekki sama ég kaus allavega. Það var hringt í mig bæði frá Röskvu og Vöku(Harpa) til að minna mig á að kjósa og ég lofaði Hörpu að gera það.

Skórnir mínir eru þannig að þegar rignir úti og ég labba inn þar sem er hart gólf? þá ískrar í gúmíinu þegar ég labba. Fyrst þegar ég fattaði þessa eiginleika skóna varð ég óánægður og vildi draga úr ískrinu en þvílík mistök voru það því að þegar maður lærir að láta ískra vel í skónum(snúa fætinum smá áður en maður lyftir upp) þá verður þetta hin ágætasta skemmtum. Flestir horfa forviða á mann eins og maður fatti ekki að það ískri í skónum og eigi að labba á sokkunum þess vegna. En ég segi þetta er gaman og ég vil hafa gaman svo ég læt ískra í skónum mínum þegar ég labba á hörðu gólfi þegar rignir úti og skórnir þess vegna blautir.