laugardagur, janúar 11, 2003

Nei það breyttust allar færslurnar. Allt í lagi núna get ég hætt þessum vangaveltum og haldið þeim inní í hausnum á mér. Þarf að lesa Ríkið, Frelsið, Bréf til Láru og athyglisverða bók sem heitir Stundaglasið, allt um helgina. Ég held mér takist það ef ég væri ekki að skrifa hugleiðingar mínar á svokallaða bloggsíðu á netinu. Hefði kannski átt að byrja í gær en svona er þetta. Jæja hvað ætli líði langur tími þangað til einhver tekur eftir síðunni minni vafalaust fattar aldrei neinn að ég hafi þessa síðu nema ég segi fólki frá henni. Kostar eitthvað að vera með þessa hýsingu og þjónustu vona ekki ég myndi ekki vilja allt í einu þurfa að markaðssetja nýtt fang. Nei nei ég ætla að byrja að segja fólki frá þessu ég er orðin svo órólegur það er liðinn tæpur hálftími og engin hefur sagt við mig hvað bloggsíðan mín sé skemmtileg kannski ætti ég bara að hætta þessu, það vill engin lesa neitt eftir mig ég verð aldrei eins góður í hugsanaskrifum og þeir á Múrnum.is þeir hafa líka ótæmandi fróðleik til að hugsa um. Nei ég er stórmenni og allir vilja lesa hugsanir mínar, það er óþarfi að örvænta það er bara liðinn hálftími og engin veit af þessu nema ég. Að síðustu legg ég til að við leggjum virðingu Bandaríkjanna niður innra með okkur.