sunnudagur, janúar 19, 2003

Gaman, gaman alltaf bætast við manneskjur sem tjá sig um síðuna. Flestir sem gera það kvarta jafnframt yfir því ég skuli ekki skrifa nógu oft. Ég get sagt það hreint út að það horfir ekki til betri vegar og svona verður síðan alltaf! 5 greinar einn daginn engar í viku svo ein sog átta sama korterið.

Jég fékk endurminningarupplifun um daginn, þannig var að ég var að keyra í mínum bíl þegar ég fór alltí einu að hugsa um Ómar Ragnarsson, var nefnilega hjá Kringlunni og sá hann einu sinni þar með myndavélina þegar kviknaði í fyrir nokkru síðan. Allavega varð mér hugsi um þáttina Stiklur, afbragðssjónvarpsefni, einu sinni fyrir mjög mjög löngu síðan var ég lítill og fékk þessa endurminningarupplifun að samkomu fjölskyldu Pabba þar sem allir horfðu á Sjónvarpið því að Ómar flaug yfir sveit ættarinnar og sýndi kotin í Múlasveit, Barðaströnd, Vestfjörðum við Breiðafjörð. Þetta langaði mig að sjá aftur og ég tók Stiklur á Landsbókasafni Íslands, Háskólabókasafn öðru nafni Þjóðarbókhlaðan í myndbandadeildinni á fjórðu hæð að láni. Svo á bara eftir að líta á þessar heimildir sem voru víst sýndar í sjónvarpi í 3 þáttum í Stiklur 4 myndbandinu árið 1983 30. jan, 4. apríl og 1. maí. Blessuð sveitin mín!

Þegar ég opnaði póstinn minn sá ég póst frá elskulegu litlu systir þar sem hún segir

þú verður að setja einhverjar myndir inná þessa síðu, Það er svo gaman skoða solleiðis.
bæjo pæjo
From
Bestu systur í öllu sólkerfinu

Já, hún er frábær hún Auður.

En Anna læknanemi stóra vitra systir er víst ekki ennþá búinn að fara inn á síðuna, en ég verð að fyrirgefa það því það er svo mikið að gera hjá henni við að þiggja gjafir frá lyfjafyrirtækjum.

Ég má til með að nefna það að um daginn komst ég ekki inn í bílinn minn þar sem lykillinn passaði ekki inn í draslið þar sem hann á að fara ekki virkaði að láta lásasprey inn í gatið í mjög langan tíma, þá fór ég að prófa hurðina farþegamegin hún var á sama hátt illviðráðanleg en eftir mikið lásasprey náði ég að opna hana og gat klöngrast yfir gírstöngina til að ræsa bílinn og keyra burt. En þegar á leiðarenda var komið tók verra við því ekki var enn hægt að opna ökumannsmegin sama hvað ég togaði í typpið til að taka læsinguna af, virkaði ekkert hann hreyfðist ekki, heldur sat fastur niðri. Já eflaust hugsar þú, auminginn hann þurfti þá að fara út farþegamegin, nei það er ekki rétt hjá þér því að það er ekki hægt að opna farþegamegin (heldur ekki á góðum degi eitthvað er bilað inní hurðinni). Þarna sat ég inni í bílnum lokaður, ekki hægt að opna hurðina mín megin og heldur ekki farþegamegin shit nú var ég byrjaður að svitna orðið ansi heitt miðstöðin á fullu og útvarpið hátt stillt. Í stað þess að snappa og keyra eitthvað útí buskann dró ég djúpt andann lækkaði í útvarpinu, slökkti á miðstöðinni, drap á bílnum og teygði höndina að læsityppinu að hurðinni afturí ökumannsmegin en draslið vildi ekki upp Gisp teygði höndina að hinni hurðinni en það virkaði ekki heldur ég var farinn að gráta. Var ég virkilega fastur inni í bílnum á bílaplaninu læstur inni því samlæsingin var greinilega frosin og líka hvert og eitt læsityppi frosið fast. Nú var ég orðinn histerískur og fór að hugsa eins og hermaður úff togaði í skotthandfangið setti sætið alveg niður og fikraði mig á höndunum afturí aftursætin en andskotinn þegar ég opnaði skottið lyftist milliplankinn með hátölurunum og lokaði fyrir opið. Ég er fokkin meira en tveir metrar á hæð, hvernig á ég að gera þetta rusl ég var farinn að skjálfa kominn með innilokunarkennd á háu stigi ég klöngraðist framí aftur og setti bílinn í gang reyndi að taka niður rúðurnar og allar rúður nema sú sem var fyrir afturí ökumannsmegin virkaði og fór niður, helvítis rafmagnsrúður frjósa fastar í frosti það ætti að banna rafmagnsrúður. Það hefði verið gaman að taka hreyfimynd af mér fara út um afturgluggan en ég komst útum hann en ég gleymdi helvítis lyklunum inní í bílnum OK ég er kominn út ég teygi mig bara í lykilinn og það tókst ég náði í hann, gott að vera langur. En er ég virti síðustu mínútur fyrir mér í hausnum sá ég að afturglugginn var opinn HA hvernig á ég að loka honum hvað meinaru ertu ekki að grínast spurði ég Almættið. Hann svaraði með hugskeyti og ég sá að ég gat opnað farþega megin utanfrá gerði ég það og settist í farþegastætið setti lykilinn í svissinn og rendi upp rúðunni, lokaði síðan bílnum og bölvaði honum í sand og ösku. Vildi ekki hugsa meir um þetta.