fimmtudagur, apríl 28, 2005

Var búinn að vera heillengi á msn þegar ég áttaði mig á því ég var stilltur offline? Er víst sjálfvalið alltaf þegar ég skrái mig inn? Why? Þetta msn 7.0 er með of mikla fyrirhyggju.

Vil benda fólki á bloggið hennar Jönu

miðvikudagur, apríl 27, 2005

Rifinn vöðvi

Við daglegar æfingar í dag munaði minnstu að ég ofreyndi þríhöfðan, settið féll við næstsíðustu lyftu (3*12). En ég reddaði mér með ananasbústi eftir ævingu og hélt mér saman.

Nánar um eldri fyrirsögn... (á eldra bloggi)

Fékk mér nýjan hringitón í gær og vakti það aðdáun og öfund samstarfsfélagans svo hann grátbað mig að setja sama tón í sinn síma. Svo núna hringja símar okkar með sama tón, hermikráka!

Fékk símtal í gærmorgun

Það var frá Formanni Fróða. Hann byrjaði á að smalltalka mig og spyrjast fyrir um daginn og veginn...

Eftir að ég útskýrði fyrir honum hvernig mér liði og hvernig ég ætlaði að haga lífinu næstu árin - þá „mannstu eftir partýinu hjá Eddu?...“

Eftir „já djöfull varstu fullur“ Sagði hann mér að nánast öll stjórn nemendafélagsins hefði verið kölluð til yfirheyrslu lögreglunnar vegna ákveðins máls sem átti sér stað umrætt kvöld. Við þessar yfirheyrslur hafi verið haft á orði að meintur Jón Finnbogason hefði haft myndavél uppivið... það væri nánast útséð með að ég yrði kallaður inn í sófann(það var sófi í Árbæjarskóla, ekki teppi eins og á Akureyri [þar sem orðatiltækið að vera „kallaður á teppið“ er upprunið])!

Ég blessunarlega eyddi öllum myndum af atburðinum við sjálfan atburðinn... sem var víst ekki nógu sniðugt því þær hreinsa Fróða af öllum ásökunum yfirvalda :/

Case closed

Nýr hringitónn

Var að labba í miðbænum áðan er ég sá par kyssast í bíl á gatnamótum þar hjá og þegar þau hætta að kyssast líta þau upp og beint til mín sem ég labba framanvið bílinn. Þau voru skælbrosandi ég brosti á móti og blikkaði þau, þau misstu af græna ljósinu.

Þá fór ég að hugsa... af hverju þarf maður að ná græna ljósinu(flýta sér í gegnum lífið)? En eins og svo oft áður var ég löngu búinn að gera eitthvað í málinu - Ég var jú labbandi en ekki bílandi.

Fer ekki að koma dagur annars... klukkan er farin að ganga tvö um nótt og ég er ekkert á leiðinni að sofna... þyrfti eiginlega að koma dagur núna svo ég gæti klárað það sem ég er byrjaður á.

Rakið

sunnudagur, apríl 24, 2005

Er búinn að senda 18 email á benedictxvi@vatican.va

Eitt um fóstureyðingar
Annað um getnaðarvarnir
Þriðja um samkynhneigða
Fjórða um barnaníðinga
Fimmta um nauðgara
Sjötta um heimskapítalismann
Sjöunda um eignir kirkjunnar
Áttunda um hjálparstarf kirkjunnar
Níunda um trúboð
Tíunda um stefnu mannkyns
Ellefta um kærleikan
Tólfta um fyrirgefninguna
Þrettánda um illsku heimsins
Fjórtánda um dauðarefsingar
Fimmtánda um þjóðarmorð
Sextánda um stríð
Sautjánda um vopn
Átjánda til að óska nýkjörinn páfa velkominn í vinnuna.

Fíkniefnabarónar Kólumbíu

Af hverju eru þeir svona hræðilegir??? Vinsamlegast svarið - ella mun ég taka Þagnarrök gild og áætla að þeir séu bjargvættir þriðja heimsins.

Hór

Fór á tónleika á fös Jan Mayen 3 góð lög umfram langa hávaðalagið og eitt cover, Múskat 1 gott samfellt lag og stelpa á bassa, Æla æla og Lokbrá lokaði tónleikunum með löngu lagi.

Það virðist lenska að spila bara eitt lag með stuttum hléum á tónleikum. Hvað er málið? Franz Ferdinand er ekki svona?

Tók á því í gær - Heimildarmynd um gerð fyrstu þriggja Star Wars myndana, Empire endilöng og ekki búið þar því Jackie Brown roastuð til enda.

Leti

Gunnar fékk ekki flokkstjórastarf í KGRP í sumar... það er hneisa. Systir mín ekki heldur... Þetta er ekki gott

föstudagur, apríl 22, 2005

Er aftur Föstudagur?? - Jess

fimmtudagur, apríl 21, 2005

Gleðilegt sumar

Kvaddi veturinn í gær á margslunginn hátt.

Snittur og öl hjá kreditkortafyrirtæki. KB elítan safnaðist á 101 og naut sólarylsins gegnum hliðargjána. Tískusýning uppí Garðabæ, ekki grunaði Daða þegar hann vaknaði um morguninn að slíkt myndi gerast. Rölt niðurlaugarveg, Rosspomodoritos var troðið meðal annars af öðrum KB fellows, 60% Íþróttanefndar á svæðinu. Elítan borðaði á Enricos og liðaðist inn undir sumarið ... núna er sumarið komið og því ekkert að vanbúnaði að hefja gleðina. Er þessa stundina að gera nánasta umhverfi mitt tilbúið fyrir stanslaust ráp og sumardagskrá - henda skápum, borðum, rúmum og skýrslum...

LETS GO!!!

þriðjudagur, apríl 19, 2005

Hitlersmyndin er snilld, síðustu dagar hrynjandi veldis ólátabelgja. Mynd sem fær mann til að hugsa um hvað við erum öll heppinn að heimur Nasista hrundi. Mér varð þó hugsað til landa míns Fischers þegar textinn í endanum tilgreindi að 6 milljónir gyðinga hefði verið útrýmt í útrýmingarbúðum Nasista. Hvað með Sígaunana, Samkynhneigða, Geðsjúklingana og aðra óaríska kynstofna? Eða skipta þeir kannski engu máli???

'9 songs er rusl og mun ég aldrei sjá aðra lélegri!!! Það er hægt að fullyrða það!!!

Kinsey er kvikmynd um kynlífsrannsókn.

Hotel Rwanda er snilld, Schindlers list. Daginn eftir las ég á forsíðu Morgunblaðsins að Súnnítar væru að myrða Shjíta í Írak, og öllum er enn nokk sama um þjóðarmorð!!!

Nethjálpin hjá OgVodafone er alltof lengi að svara í símann.

Það er ennþá alltaf viðbjóðslega skítug gólfin fyrir framan sturturnar í WC Laugum.

Dagurinn er orðinn svo langur - mér er farið að lengja eftir ísbíltúrum, ferðalögum, bæjarflandri, ást og unaði í sumar.

sunnudagur, apríl 17, 2005

Langar að benda fólki á eitt áhugavert mál.

Ömmu Ásu var rænt!!!

Hvernig geta svona hlutir gerst í nútímaþjóðfélagi?

Hotel Rwanda!

miðvikudagur, apríl 13, 2005

All out of luck!

Britney ólétt!?! damn... svona er þetta alltaf - Beyoncé nær gift og Britney ólétt (hjónaband hennar er djók).

Er ekki alveg búinn að ákveða hvert sé næsta skot en það verður allavega ekki af verri endanum.

mánudagur, apríl 11, 2005

I´m not a girl

Var að horfa á Crossroads áðan og oooh mér fannst hún svo skemmtileg. Britney Spears er algert æði sem hún sjálf, ekkert aukaneitt. Britney eykur í mér gleði og þrótt. Skil hreinlega ekkert í fólki sem hefur talað illa um þessa mynd, þar sem ég var í fyrsta skipti að horfa á hana áðan hef ég hingað til ekki getað tjáð mig. En núna og héðan í frá ætla ég að standa vörð um hana.

not yet a woman

sunnudagur, apríl 10, 2005

Af hverju er ég ekki með svona fyrirsögn á blogginu mínu???

Skellti mér í gufuna áðan, tók tal við frægasta mann Árbæjar Jóa í Idol. Hann sagði að þeir félagar hefðu orðið soldið svekktir að sjá mig ekki í prufunum síðasta haust. En eins og dyggir lesendur mínir vita tók ég þátt í Idol haustið 2003 og sló í gegn svo um munaði skrifaði frásögn á sínum tíma sem var lesin af um 4000 manns, er búinn að skipta um kommentakerfi síðan þetta var svo þau sjást ekki lengur frekar en í 1. apríl gabbinu mínu 2004.

Gaman að vita að stjörnurnar muna eftir eftirminnilegum mómentum mínum á sjónvarpsskjánum, aldrei að vita maður taki þátt í haust, er meiraðsegja búinn að velja lagið!!!!!!

About one wicket whale

Fékk formlega kvörtun yfir ólöglegri háttsemi minni í dag. Kom frá starfsfólki World Class. Ég hafði víst lagt bílnum við gula brotna línu og það er jú svæði sem ávalt skal vera laust fyrir neyðartilvik. Ég sendi World Class email þar sem ég þakkaði þeim fyrir ábendinguna og lofaði betrumbótum.

En jafnframt lét ég þeim í té svipað uppsetta kvörtun á vanrækslu þeirra á hreinlætisaðistöðu sem þeir bjóða viðskiptavinum sínum uppá og ég hef rakið oftar en telja má, hér á þessum vettvangi. Ásamt vinsamlegum ábendingum um að hektari í hellusteina neyðir venjulegan bíleiganda til að finna óhefðbundnar leiðir til að leggja í sómasamleg bílastæði við miðstöð líkamsþjálfunar, sem er orðin nauðsyn vegna síaukinna tækniframfara mannkyns.

Vonandi taka þau jafn vel í mínar ábendingar og ég í þeirra!

laugardagur, apríl 09, 2005

Gather around and I shall tell you a tale...

Í gærkveldi var Jón Minn kosinn í embætti Formanns Alþjóðafélags sagnfræðinema. Aukinheldur var ég endurkjörinn í embætti Vefara Fróða. Takk fyrir mig.

Talningin var æsispennandi, þar sem ég var í kjörnefnd taldi ég upp niðurstöður seðla og gamall maður skrifaði niður. Kosning í embætti formanns var magnþrungin(Auður) staðan eftir að 64% atkvæða höfðu verið talin var þannig að Jón(ekki ég) hafði 78% og Ásþór með 22% en síðari 36% féllu öll Ásþóri í hönd og staðan var því þannig eftir að 100% atkvæða höfði verið talin að 50% stuðningur fundargesta var við hvoran drenginn. Hlutkestí eftir jafna síðari umferð réð því að Jón var kosinn formaður. Ásþór fékk embætti trúnaðarmanns nemenda og sæti í stjórn alþjóðanefndar.

Ég er farinn í ræktina... enda er ég þreyttur og búinn á sál og líkama eftir langan svefn síðustu nótt.

föstudagur, apríl 08, 2005

Skuldsett yfirtaka

fimmtudagur, apríl 07, 2005

Hey Aggi get ég fengið Elvis tónleikana hjá þér á Flakkarann á eftir? Hvað ætli netið sé hratt í svona samskiptum?

miðvikudagur, apríl 06, 2005

Var að finna glænýjan takka í bílnum mínum, veit ekki alveg hvað hann gerir en mikið var það góð tilfinning að finna hann. Nú þarf ég bara að lesa manualinn og finna út hvað hann gerir, nei nenni því ekki.

En að öðru...

Árshátíð Kaupþings

Laugardagsdagurinn heilsaði mér með jólasnjó og ferskleika. Byrjaði á því að hefja mig upp til skýjanna, ég setti mig í árshátíðarmeðferð og klæddi meistaralega í glænýju jakkafötin. Saumaði á mig brúnu leðurskó. Hálfur Windsor. Mættur í kokteil uppí Grafarholt, hjá Pétri og frú og byrjaði samræður við samstarfsfólk, meiriháttar ostar og hvítvín. Frægt fólk á svæðinu og allir í sínu fínasta. Ljósmyndir teknar og eftir dúk og disk var haldið í Egilshöllina. Allir prúðbúnir í strætó, menntamálaráðherra tók skál, spjallaði við Jakob Frímann um tilveru fræga mannsins.

Egilshöllin heillaði við innkomu, Þorsteinn Guðmunds var í viðtalsvinnu og allt eftir því. Salurinn geislaði af stærð! 1500 manna borðhald er ekkert grín. Svarta fólkið hljóp um með forrétt og annan mat fyrir ofnæmisfólkið. Hundur í Óskilum rústuðu öllu sem heitir of stórt og of flott, ætla að fara á öll mannamót þar sem ég fyrirfinn þessa snillinga. Man ekki alveg hvað gerðist eftir það nema fólki varð á orði oftan en 28 sinnum að ég lyti svo vel út. Lét Dóra teyma mig að hnappheldu í Mjóddinni og átti ég að ná í hana um kvöldið að allra mati. Þegar ég, eftir stutt spjall um torfærur og gangstéttarhellur var ákveðið að skella sér í dansinn en eitthvað hefur verið miskilið því ég var allt í einu kominn á barinn. Þar datt ég inn á marga þekkta mér sem hafið höfðu störf í bankanum eða sem viðhöld bankamanna. Áður en ég vissi stóð ég í því að laga efri festingar á kjól einnar sem þakkaði mér fallega fyrir með því að við stigum nokkur vel valin tangó spor. Out of the blue byrjaði gott lag hjá sviðinu og allir í æfingu... Herti á hálfum windsor og skellti mér í þessum gleðiglaum, dansaði við blómarós, man ég næst eftir því er Ágústa formaður árshátíðarnefndar var kominn uppá svið með Ragga Bjarna að syngja með restinni af nefndinni. Þá var einhver jakki flottur! Óljóst var um næstu skref nema eitt er víst að ákaflega var gaman þá...

Mjög góð árshátíð, takk fyrir mig. Kaupþing lifi!!!

þriðjudagur, apríl 05, 2005

Oddný!!! Fyrirgefðu...

Er búinn að setja föstudagspóstinn nær sannleikanum því Oddný var þar líka.

mánudagur, apríl 04, 2005

Ein sú besta sem ég hef fengið!!!

Helgin er þá loks liðin, á föstudag var mikið um sprell hjá Eddu og mamas tacos en fjörið náði þó hámarki á Kofanum sem endranær. Þar var samankomið það besta sem landið hefur uppá að bjóða. Oddný gella kallaði mig á fund kofans og ekki seinna vænna því hún fer af landi brott við næstu helgi. Jana fór þar fremst í flokki og sannaði félagslega og lífskúnstlega yfirburði sína svo á sá. Una fékk ekki frið frá æstum peningnum, held ég hafi séð allar leiðir sem hægt er að fara. Bó og Eygló mættu prúð og sæt, varð fólki á orði að þar færu góðir bitar. Mér sárnaði það. Bára skartaði sínu fegursta og ekki þótti mér verra að upplifa komu Nafna Ótta. Oddný setti svo met í fjölda óskalaga...

Þegar á var liðið áttaði ég mig á að ég átti að vera stensofandi heima tölvunni minni hjá, því árshátíð Kaupþings var á laugardaginn. Reyndi ég hvað ég gat til að koma vinkvennum í faðm fallegra manna en allt kom fyrir ekki þær eltu mig á röndum og vildu koma með mér heim svo ég komst ekki í fegurðarblundinn á tilætluðum tíma en hver þarf svosum að sofa - eða eins og Elfa kona Hólmgeirsson (sem ég á bol með nafni) segir alltaf þá „getur maður sofið þegar maður verður gamall“.

Ég var svo glaður með þetta föstudagskvöld að ég hugsaði um það í marga tíma meðan ég beið fegurðarblundsins.

Svo byrjaði laugardagurinn og því skal ég segja frá í fyrramál.

föstudagur, apríl 01, 2005

Loksins loksins

Fór áðan og keypti mér íbúð. Búinn að vera að pæla í þessu í marga mánuði eins og alþjóð veit.


Þetta er Íbúðin sem ég keypti!!!

Núna er ÉG svo ör. Í kvöld er fólki boðið í innflutningspartý. Come one come all...

Partýið byrjar klukkan átta - ekki fara að hátta hahahhah ahah h ah ahahhahah ah ahha

Mæting að Marargötu 1, down town Reykjavík.

Munið að mæta með stóla!!! Kannski kemur líka flutningabíll, með dótinu mínu, um miðnætti.