Ein sú besta sem ég hef fengið!!!
Helgin er þá loks liðin, á föstudag var mikið um sprell hjá Eddu og mamas tacos en fjörið náði þó hámarki á Kofanum sem endranær. Þar var samankomið það besta sem landið hefur uppá að bjóða. Oddný gella kallaði mig á fund kofans og ekki seinna vænna því hún fer af landi brott við næstu helgi. Jana fór þar fremst í flokki og sannaði félagslega og lífskúnstlega yfirburði sína svo á sá. Una fékk ekki frið frá æstum peningnum, held ég hafi séð allar leiðir sem hægt er að fara. Bó og Eygló mættu prúð og sæt, varð fólki á orði að þar færu góðir bitar. Mér sárnaði það. Bára skartaði sínu fegursta og ekki þótti mér verra að upplifa komu Nafna Ótta. Oddný setti svo met í fjölda óskalaga...
Þegar á var liðið áttaði ég mig á að ég átti að vera stensofandi heima tölvunni minni hjá, því árshátíð Kaupþings var á laugardaginn. Reyndi ég hvað ég gat til að koma vinkvennum í faðm fallegra manna en allt kom fyrir ekki þær eltu mig á röndum og vildu koma með mér heim svo ég komst ekki í fegurðarblundinn á tilætluðum tíma en hver þarf svosum að sofa - eða eins og Elfa kona Hólmgeirsson (sem ég á bol með nafni) segir alltaf þá „getur maður sofið þegar maður verður gamall“.
Ég var svo glaður með þetta föstudagskvöld að ég hugsaði um það í marga tíma meðan ég beið fegurðarblundsins.
Svo byrjaði laugardagurinn og því skal ég segja frá í fyrramál.
mánudagur, apríl 04, 2005
Skrifað af Jon Minn klukkan 21:41
|