Gather around and I shall tell you a tale...
Í gærkveldi var Jón Minn kosinn í embætti Formanns Alþjóðafélags sagnfræðinema. Aukinheldur var ég endurkjörinn í embætti Vefara Fróða. Takk fyrir mig.
Talningin var æsispennandi, þar sem ég var í kjörnefnd taldi ég upp niðurstöður seðla og gamall maður skrifaði niður. Kosning í embætti formanns var magnþrungin(Auður) staðan eftir að 64% atkvæða höfðu verið talin var þannig að Jón(ekki ég) hafði 78% og Ásþór með 22% en síðari 36% féllu öll Ásþóri í hönd og staðan var því þannig eftir að 100% atkvæða höfði verið talin að 50% stuðningur fundargesta var við hvoran drenginn. Hlutkestí eftir jafna síðari umferð réð því að Jón var kosinn formaður. Ásþór fékk embætti trúnaðarmanns nemenda og sæti í stjórn alþjóðanefndar.
Ég er farinn í ræktina... enda er ég þreyttur og búinn á sál og líkama eftir langan svefn síðustu nótt.
laugardagur, apríl 09, 2005
Skrifað af Jon Minn klukkan 11:27
|