About one wicket whale
Fékk formlega kvörtun yfir ólöglegri háttsemi minni í dag. Kom frá starfsfólki World Class. Ég hafði víst lagt bílnum við gula brotna línu og það er jú svæði sem ávalt skal vera laust fyrir neyðartilvik. Ég sendi World Class email þar sem ég þakkaði þeim fyrir ábendinguna og lofaði betrumbótum.
En jafnframt lét ég þeim í té svipað uppsetta kvörtun á vanrækslu þeirra á hreinlætisaðistöðu sem þeir bjóða viðskiptavinum sínum uppá og ég hef rakið oftar en telja má, hér á þessum vettvangi. Ásamt vinsamlegum ábendingum um að hektari í hellusteina neyðir venjulegan bíleiganda til að finna óhefðbundnar leiðir til að leggja í sómasamleg bílastæði við miðstöð líkamsþjálfunar, sem er orðin nauðsyn vegna síaukinna tækniframfara mannkyns.
Vonandi taka þau jafn vel í mínar ábendingar og ég í þeirra!
sunnudagur, apríl 10, 2005
Skrifað af Jon Minn klukkan 00:52
|