Af hverju er ég ekki með svona fyrirsögn á blogginu mínu???
Skellti mér í gufuna áðan, tók tal við frægasta mann Árbæjar Jóa í Idol. Hann sagði að þeir félagar hefðu orðið soldið svekktir að sjá mig ekki í prufunum síðasta haust. En eins og dyggir lesendur mínir vita tók ég þátt í Idol haustið 2003 og sló í gegn svo um munaði skrifaði frásögn á sínum tíma sem var lesin af um 4000 manns, er búinn að skipta um kommentakerfi síðan þetta var svo þau sjást ekki lengur frekar en í 1. apríl gabbinu mínu 2004.
Gaman að vita að stjörnurnar muna eftir eftirminnilegum mómentum mínum á sjónvarpsskjánum, aldrei að vita maður taki þátt í haust, er meiraðsegja búinn að velja lagið!!!!!!
sunnudagur, apríl 10, 2005
Skrifað af Jon Minn klukkan 17:11
|