miðvikudagur, mars 31, 2004

Ofbeldisfullir Ræflar
Orkuver
Álfar
Djúp Fjólubláir
Róleg Kelda
Staðsettu Bó
Spá Í
og kannski Njósnaflugvél

Allt þetta og miklu fleira ætla ég að taka þátt í næstu mánuði...

Bíddu aðeins...

mánudagur, mars 29, 2004

hey já alveg rétt... það er snjór úti... ég þurfti að hliðra til snjó af rúðum númer 307 í morgun til að geta séð útundan mér. Svo keyrði ég varlega því eins og fáir vita er ég ekki á nöglum ... en það kom ekki að sök nema þegar ég var að skipta um akreinar niður Ártúnsbrekkuna áðan á 120 þá fann ég að það skrikaði smá bílinn en ég náði samt frammúr helvítis Loncolninum... mér hefur alltaf verið illa við bandaríska bíla... veit ekki af hverju... kannski af því þeir fara illa með umhverfið.

Mættur á hlöðuna en þá vantaði lærufélagann ... ekki gaman... ég bara læra á fullu... kláraði að setja allt sem ég hef skrifað í stílabókina mína með ritgerðirnar inní word skjal og reif blaðsíðurnar hávært úr bókinni, fólkinu á hlöðunni til gleði og ÁNÆGJU.

sunnudagur, mars 28, 2004

Laugardagsdjamm... föstudagsmyndir verða að bíða eftir því að Reiknistofnun Háskólans reddar aðgangi mínum að Fróða síðunni. Eða ég búi bara til nýtt blogg svona í tilefni dagsins...

laugardagur, mars 27, 2004

miðvikudagur, mars 24, 2004

Var að hlusta á FM fyrir miskilning í bílnum um daginn... ég fattaði það þegar ég var allt í einu orðinn svo jákvæður útí allt og alla... hugsaði um mann sem svínaði fyrir mig... „æ greyið hann hefur bara ekki fengið það svo lengi“ og ein kerling á gömlum slitnum bíl með 2 krakka afturí keyrði svo hægt og ég hugsaði „henni líður örugglega ömurlega yfir að geta ekki farið í ræktina (þegar hún vill og þar sem hún vill), hún þarf að passa blessuð börnin sín og borga reikninga“

Ég skipti snarlega yfir á War Pigs og hélt áfram gáfulegri neikvæðni...

Fór í ræktina áðan og var að hugsa um orð (sem mér datt í hug þegar ég sá eina konu labba)... gysgirt ...gisgirt kannski... var skælbrosandi yfir þessu orði... án þess að vita af hverju... brosti bara... og hló í mínum berki... þá sá ég Elínu og hún brosti á móti.. þá hugsaði ég „maður á alltaf að vera brosandi“ og svo spjölluðum við um gamla og nýja tímann og hvernig þeir eru, þrátt fyrir allt, nærri því það sama!

Já Adenit er þarna...gott(yes Adenit is there... good) Uppselt á Pixies... "I pity the fool that did not buy a ticket"

Annars var ég að hugsa um að hafa enska þýðingu á blogginu líka... hafa breska fánann í horninu og fólk gæti farið á enska síðu... ætli sé hægt að sjálfkrafa þýða það eða þyrfti ég að þýða handvirkt sjálfur... veit einhver um síðu þar sem boðið er uppá þetta?

þriðjudagur, mars 23, 2004

Hey Adenit are you there? My little Iran?

já og eitt enn

Fór í sund um daginní laugardalslaugina... helvítis múr á milli World Class og ÍTR ég er ekki sáttur...... var kominn inn í laugina gömlu en nei helvítis drasl ég þurfti að fara inn í world class til að komast ofan í laug.... hvaða rugl ég hélt það væri rosa samstarf í gangi............................................... hvernig verður þetta í sumar þegar Milfin fara með krakkana sína í sund ... fer Milfið í sturtuaðstöðuna í WC en krakkarnir þurfa að fara í ÍTR megin????????? nú sendi ég email á Þórólf!

svo ég fór hinum megin og labbaði langa helvítis stiginn................til að komast ofan í laug á sandibornum tréflísahættubrettum....

En það var gaman í sundi fór í pottinn og rökræddi um mótmælin rétt áður og hafði margt til málanna að leggja... sólin skein og mér var heitt tók örugglega lit.. svo fórum við í sunbolta og einhver krakkaandskoti vildi vera með ... svo rifjaði maður upp gamla takta í rennibrautinni sem ég þorði aldrei að fara í er ég var lítinn því ég er svo MIKIL KVEIF... en ég masteraði það eftir fyrstu tvö skiptin að vísu... og var daglegur gestur í rennibrautinn og nú í gær var komið að endurupptöku ég fór tvær salíbunur og hafði betur í bæði skipti........ en helvítis krakkinn fylgdi okkur... ég sagði honum að fara til foreldra sinna en hann átti víst ekkert svoleiðis að eiginsögn. Annars fór hann þegar ég sparkaði í hann og hélt honum í kafi í smástund. Næst var farið í sundbrautina og ég tók skriðbringuskriðbakbringubak og marvaða (eða hvernig sem það er skrifað)

Já hvað var ég að segja... já náði í lit en ég er nú samt ofursvalur svona hvítur NÆPUHVÍTUR.

Hitti Pétur snilling á mótmælunum á móti þarna, man ekki hvað! verst ég náði ekki mynd af honum...... djö og hann sem var svo kynæsandi með þessa brodda sína í andlitinu.

sVO HELLTI ÉG niður kók í bílinn minn (nei það var þegar ég var að drífa mig ´a mótmælin... skyldi Andra eftir með sárt ennið eftir að hafa platað hann á SUbway ´gegn hans vilja... ömurlegur vinur ég að hlaupa svo í burtu nýbúinn að kaupa tólf tommu hnullung og lítinn kóladrukk sem helltist niður í ákveðinn cupholder) og hef enn ekki náð að þrífa það... eða eins og Pabbi segir... „þú ert svo latur að þrífa til... herbergið þitt er rykverksmiðja þetta gengur ekki lengur nú ferð þú ekki á neitt helvítis kaffihús, bíó, vinna, skóla eða á markaðinn(pabbi kallar djammið markaðinn því honum fýsir í tengdadóttur) ég þyrfti kannski að þrífa til herbergið ... aukinheldur var það síðast málað þegar elskuleg systir mín læknaneminn fermdist fyrir nokkru síðan...

Já alveg rétt maður ég kauptaði miða á Kraftwerk og Pixies snemma um dagamun daginn í gær. Keypti miða handa litlu systur á Pixies... því maður er jú stór bróðir og svoleiðis gera stórir bræður ... samkvæmt MÉR.

það þýðir að ég á aukamiða á Kraftverk og ég ætla að bjóða minni heittelskuðu á þá...

Nú er gaman en ég held samt ég þurfi að klára eitt ákveðið mál áður en ég get haldið lífu mínu áfram með góðu bragði í heilaberki... nánar um það þegar þar að kemur...

Að síðustu legg ég til að við leggjum húmor fyrir ofbeldi niður innra með okkur og elskum náungann...

Merkilegar umræður í Árnagarði í dag þar sem menn eins og Krissi, Andri og Bjössi komu með sögur án enda(punchline) það var skemmtilegt

Og eitt enn... það er partý á laugardag... hringið í mig ef þið viljið bollu með... veljið bara MYKIBEN á símanum ykkar... eða ekki

Mikið búið að gerast undanfarna daga...

Föstudagur allur dagurinn í KB banka í námskeiðum og fundum.... um kvöldið kokteill í aðalstöðvunum...

seinna um kvöldið aðalfundur fróða ... ég var valinn vefari félagsins

seinna það kvöld gerðist ekkert merkilegt

laugardagurinn var leti og sjónvarpsgláp.... djöfull var það þægilegt

Sunnudagur jeppaferð á Eyjafjallajökul og fleiri myndir hér.

Í gæri byrjaði ég á ræktinni og mótmælum

fór svo í sund eftir öll þessi mótmæli, reifst aðeins í sundlaugaafgreiðslukonunni eða eins og félagi agnar orðaði það

mánudagur, mars 22, 2004
Fór í sund í Laugardalinn áðan.. Jón reyndi að komast inn hjá sundlaugarklefunum með World Class kortinu, en konan vildi ekki hleypa honum inn og sagði honum að fara í gegnum World Class... en það er 100 metrum í burtu... við ekki sáttir... Jón sagðist vilja komast inn enda óþarfi að labba þessa 100 metra og tók upp símann og hringdi í 118 og vildi fá númerið í World class, hringdi þangað , átti 10 mín. símtal og vildi fá fax frá World Class með staðfestingu á aðild hans þar senda á skriftsofu laugardalslaugar.. en þá vildi kellingin ekki taka það í mál.. fórum því næst inn á skrifstofu forstöðumanns Laugardalslaugar og heimtuðum úrlausn málsins...

Endir.

// posted by Agnar @ mánudagur, mars 22, 2004


Já fór líka yfir á rauðu ljósi ... en ég nenni ekki að rekja afleiðingarnar af því að ég er hreinlega ekki í stuði til eins né neins þessa stundina .... vegna óviðráðanlegra afla

laugardagur, mars 20, 2004

Ekki nógu gott Euróvisíjón lag

En Deep Purple að koma til landsins 24. júni............ gargandi

fimmtudagur, mars 18, 2004

hahahahahahahahhahahahahahhaha

Helvítis MR loksins dauðir úr öllum Gettu Betur æðum... löngu tímabært... Töpuðu fyrir Borgarholtsskóla...

Er ekki komin helgi... mér finnst það... ég er búinn að vera latur að blogga eitthvað almennilegt enda er ég með hugann við annað ... fór í klippingu í gær........ ég elska að fara í sturtu eftir klippingu... svo mikið af klipptum hárum í höfðinu... elska það..... svo keypti ég mér þetta nýja fína gel sem kallast víst FITA ... ég kannaðist við vax og gel og sprey en FITA það er nú eitthvað annað.......

MAÐURINN SEM GAT EKKI HÆTT AÐ KLAPPA - Ásþór, takk fyrir að koma með þennan fögnuð í líf okkar sagnfræðinema...

Stór dagur á morgun KB banki að kominn með brjálaða hluti í gang og djöfull er gaman að vera partur af því.

Kosningar á morgun í Fróða félagi sagnfræðinema.. Atla sem konung.

miðvikudagur, mars 17, 2004

Ég

um mig

frá mér

til mín

Violent Femmes að koma 22. apríl................ góðir hlutir að gerast í tónleikalífi landsins...

Nú vantar bara U2

þriðjudagur, mars 16, 2004

Að sjálfssögðu....... og þú líka

Fór rétt svo í skólann áðan og lærði ekkert... fór út og lærði helling... meðal annars það að -

ef einhver vill ekki gera „eitthvað“ sem maður vill þessi einhver geri þá á maður að gera þessum einhverjum „það“ mjög auðvelt ... þannig freistast þessi einhver til þess að gera „þetta eitthvað“ sem maður vildi að viðkomandi gerði!

meikar sens

Annars eru þessi skrif afleiðing af miklu sykuráti....

Danskt grín á DVD... unaður, takk Smørmanden

mánudagur, mars 15, 2004

Ég hef ákveðið að hætta ruglinu... HEF GJÖRSAMLEGA FENGIÐ NÓG... Þegar manni er hent útaf Da Boomkicker (þó það hafi verið óverskuldað) ... þá er nóg komið...

Leon á afmæli í dag... til hamingju með daginn kallllllllll

Fékk sendan fjöldapóst frá Oddnýju… datt í hug í staðin fyrir að senda hann áfram að greina hann aðeins á blogginu.

We always hear "the rules" from the female side. Now here are the rules from the male side.

These are our rules! (athugasemdir frá Jóni Mínum)

Please note these are all Numbered "1" ON PURPOSE!

1. Learn to work the toilet seat. You're a big girl. If it's up, put it down. We need it up, you need it down. You don't hear us complaining about you leaving it down. (Equal all the way)
1. Sunday = sports. It's like the full moon and the changing of the tides. Let it be. (eða hvaða dag sem íþróttir eru í sjónvarpinu … þó það séu 2 heilar vikur t.d. heimsmeistarakeppnin í fótbolta eða evrópukeppnin sem verður einmitt í sumar í Portúgal)
1. Shopping is NOT a sport. And no, we are never going to think of it that way. (Hver hefur haldið því fram??? Fólk er orðið svo úrkynjað)
1. Crying is blackmail. ()
1. Ask for what you want. Let us be clear on this one: Subtle hints do not work! Strong hints do not work! Obvious hints do not work! Just say it! (ójá - ÓJÁ - þetta er málið)
1. Yes and No are perfectly acceptable answers to almost every question. (aha)
1. Come to us with a problem only if you want help solving it. That's what we do. Sympathy is what your girlfriends are for. (að hluta til sannleikurinn út í gegn – við erum verkefnamiðaðir)
1. A headache that lasts for 17 months is a problem. See a doctor. (hvað meinaru)
1. Anything we said 6 months ago is inadmissible in an argument. In fact, all comments become null and void after 7 days. (þar sem ég er langminnugur þá get ég ekki samþykkt þetta… það sem er sagt við mig verður alltaf í fersku minni)
1. If you think you're fat, you probably are. Don't ask us. (nákvæmlega, ef þú heldur þú sért feit þá ertu það oftast… nema þú sért veik á geði og þá ertu í verri málum)
1. If something we said can be interpreted two ways, and one of the ways makes you sad or angry, we meant the other one. (einmitt)
1. You can either ask us to do something or tell us how you want it done, not both. If you already know best how to do it, just do it yourself. (whatever)
1. Whenever possible, please say whatever you have to say during commercials. (bara sjálfsögð kurteisi)
1. Christopher Columbus did not need directions and neither do we. (þetta er of amrískt… auðvitað hafði hann ábendingar frá forfeðrum okkar íslenskra karlmenna)
1. ALL men see in only 16 colors, like Windows default settings. Peach, for example, is a fruit, not a color. Pumpkin is also a fruit. We have no idea what mauve is. (á kannski við ljóta, stutta, feita og heimska amríska karlmenn ekki okkur myndarlegu, hávöxnu, grönnu og gáfuðu íslensku)
1. If it itches, it will be scratched. We do that. ()
1. If we ask what is wrong and you say "nothing," we will act like nothing's wrong. We know you are lying, but it is just not worth the hassle. (right on the money)
1. If you ask a question you don't want an answer to, expect an answer you don't want to hear. (gefur auga leið)
1. When we have to go somewhere, absolutely anything you wear is fine. Really. (nei auðvitað ekki… þú verður að vera vel klædd og til sóma… annað er bara lygi til að komast af stað)
1. Don't ask us what we're thinking about unless you are prepared to discuss such topics as sex, football, fishing, or motorcycles. (og ekki hugsa þegar svarið er „ekkert“ að eitthvað meira búi að baki)
1. You have enough clothes. (nei… kjaftæði… kaupa meiri föt)
1. You have too many shoes. (meira helvítis kjaftæðið … kaupa fleiri skópör)
1. I am in shape. Round is a shape. (segir sá lati amríski)
1. Thank you for reading this; Yes, I know, I have to sleep on the couch tonight, but did you know men really don't mind that, it's like camping. (ooo crap in bæði - af hverju ætti einhver kona að vera reið yfir þessum pósti… ef einhver verður fúl yfir þessu þá á sama manneskja mjög bágt………………)

Pass this to as many men as you can - to give them a laugh. Pass this to as many women as you can - to give them an education!! (já og allir að lesa bloggið mitt)

laugardagur, mars 13, 2004

ÞAÐ ER SVO GAMAN AÐ VERA ÉG!!!

Gaman í gær... Málfundur á vegum Spænsk - Íslenska verslunarráðsins og um Spán í aðdraganda kosninga. Merkilegt með tilliti til 11. mars. Guðbergur Bergsson hélt langa tölu um söguna frá 1960 til nútímans, pólítík, efnahagur og þjóðaríþróttir. Ásgeir Sverrisson blaðamaður á Morgunblaðinu ætlaði að fjalla um fréttir síðustu daga, kannanir og mögulegar útkomur kosninganna en auðvitað settu grimmdarverk fimmtudagsins allt úr skorðum. Lesendur góðir þið hefðuð átt að vera þarna... mjög fræðandi.

Svo var farið í Kringluna og heilsaði ég uppá Unu gellu. Verslunarferð í Bónus fylgdi og grænmeti og ávöxtur keyptur...

Matur hjá Nínu Kvaran, Tyrknesk kartöflukássa.... fór beint í topp tíu flokknum yfir góðan mat...

Viti menn... næst var farið í bæinn.... GUÐMUNDUR ÓLI strippaði að áeggjan vandræðalega fallegrar systur sinnar og vinkonu hennar einmitt í sama flokki. Myndir koma bráðlega........... og svo gerði RAGGI dj kofans meistaralega góða hluti...

hvað meira.... já þjófnaður er ekki það sama og gripdeild.....


#
Ariba

föstudagur, mars 12, 2004


#
Agnar að syngja... njótið vel! eða ekki

Ég leysti lífsgátuna síðustu helgi.

Ég spurði Bókina með svörin hver væri tilgangur lífsins og opnaði þar sem stóð

ÞÚ VERÐUR AÐ VERA SVEIGJANLEGUR

Ætli þetta sé ekki bara rétt?

fimmtudagur, mars 11, 2004

Ég held bara ég sé að verða sköllóttur...

Það er svosum alveg eftir bókinni, báðir móðurbræður mínir eru nauðasköllóttir. Byrjuðu að missa hár á mínum aldri... En ég hef alltaf haldið í vonina um að ég verði eins og pabbi, sem er eins og þeir sem hafa séð hann mikið glæsimenni, hávaxinn, með þétt og mikið hár að ég tali ekki um skeggið sem hann hefur skartað frá því það óx fyrst, nema þegar hann rakaði það af um daginn og hann barasta yngdist um mörg ár. Ég var að vona ég hefði erft þessa kosti en nú virðist sem Þistilfirðingurinn í mér hafi tekið yfir.

Það er svo vont veður að while walking outdoors, be sure not to spit!!!

þriðjudagur, mars 09, 2004

Söguleg stund... næstum 15 þúsund gestir á bloggið...

Hver ætli verði númer 15000??????????????????????????

mánudagur, mars 08, 2004

Hahahahahahahahahahaha varð fyrir símaati núna rétt áðan.... 8468451 hringdi í mig... (tvisvar, fyrst var skellt á) og unglingsstrákur spurði hvort ég hefði pantað tvær áskriftir að bleiku og bláu... ég nasahló og sagði já ég gerði það... þá kom mér til undrunar og vonbrigða vandræðanleg þögn ... hann hefði átt að undirbúa þetta aðeins betur... hverskonar viðvaningsháttur er þetta ... svog tilkynnti hann mér hróðugur að ég hefði unnið tvo miða á Korn sem yrðu sendir heim til mín á morgun... Frábært sagði ég ... svo skellti hann á.... lélegasta símaat sem ég hef lent í...

Í dag er ég dugandi maður, fór á fætur klukkan sjö en þá hélt ég að hávaðinn í klukkunum væri bara einhver misskilningur… mig var nefnilega að dreyma … ég var hershöfðingi og var búinn að plana stríð við einhverja skrælingjaþjóð, sem ég var með takkann við rauða hnappinn og beið eftir að ég kláraði ræðuna sem átti að fara í sögubækurnar hjá okkar landi eftir stríð… þegar allt í einu þessu hávaði byrjaði… ég áttaði mig ekki alveg á þessu því ég hafði stuttu áður tekið mér alræðisvald í hernum og enginn yfirmaður ætti að geta flautað árásina af… Ekki einu sinni lýðræðislega kosni Forsetinn enda bauð ég honum ekki einu sinni í stríðsneðanjarðarbyrgið mitt… skrýtinn draumur maður!!!

Ég fór á fætur, beint inná klósett, þvoði höndur, pissaði, þvoði höndur, Cheerios, smurði nesti(rúnstykki með smyrju, osti, gúrku og skinku) tók til smekkbuxur til að hafa með í ræktina og blessaðar skólabækurnar enda höfðum við Edda ákveðið að mæta klukkan 8:15 á Þjóðarbókhlöðuna eitthvað fram í næstu viku og jafnvel fram að páskum og taka skólann með trompi. Þegar ég ætlaði útúr herberginu mínu komst ég ekki út, því ég var með töskur stórar á báða kanta… veit núna alveg uppá hár hvernig feitu fólki líður!!!

Bókhlaðan full af fólki … Valdi vinur og Óli sæti lærðu eins og sannir Hornfirðingar/Suðursveitungar. Aðra þekkti ég ekki en það talaði við mig maður af erlendu bergi brotinn … einskonar Melanín ofvirkur… talaði erlensku og skildi ekki í því af hverju hann gæti ekki kíkt á netið … notendanafnið hans virkaði ekki … ég er viss um að elskulegu konverurnar á nemendaskráningunni hafi látið hann fá eitthvað skrýtið notendanafn… svo ég snarhenti mér í Húmanska búninginn minn og skráði manninn inn á mínu nafni svo hann kæmist til að senda Nígerískan tölvupóst… hann var voða þakklátur. Svo löngu eftir hádegið kvaddi ég þessa virðulegu stofnun sem ég hef átt í alltof litlum samskiptum við undanfarið… en sem betur fer breytist það núna.

Snarhenti mér í ræktina og púlaði þar en samt frekar stirður eftir fótboltahúllumhæið í gærkvöldi, aumur í ökklum og stirður í nára… horfði á eina sem var í þröngum buxum sem náðu varla uppyfir rass á fullu í skíðatækinu… svo þessi gamla með sílíkonið og slappa rassinn… svo einn feitan kall í alltof alltof alltof litlum stuttbuxum og með stór og mikil hliðarbrjóst og kallabrjóst að öðru leyti, einnig með bumbu sem gaman færi að sprengja…

OG AUÐVITAÐ VAR GÓLFIÐ ÞAR SEM MAÐUR ÞURRKAR SÉR EFTIR STURTU SKÍTUGT OG ÓGEÐSLEG – HELVÍTIS WORLD CLASS – LAUGAR!!!

Datt svona í hug að sýna ykkur hvað ég er klikkaður og athugull..........

Ég er efstur á Íslandi á þessum teljara...

sunnudagur, mars 07, 2004

Hahahahahaha Schumacher rústaði ráspól enn einu sinni og ætti því að slá út met Senna bráðlega...... Ég er glaður... Ræsingin var frábær fyrir utan að síminn minn hringdi ákkúrat þá stundina og einbeitingin tvístraðist eitthvað en við Ferrari vorum fremstir svo það var ekkert að horfa á hvort eð er svo ég hló nasahlátri......Raikkonen sem átti að vera eitthvað merkilegur datt út á 10. hring... þá hló ég enn meir... Coulthard endaði í áttunda sæti.... Alonso sem ég ætla að halda með þegar Schumacher hættir gerði góða hluti og endaði í þriðja... sem er eiginlega sigur því Ferrari er í svo allt öðrum gæðaflokki en hinir... Ralf á undan Montoyota sem er gott GOTT. Svo eftir áhorfið tók ég eftir því að ég var last man standing í afmælinunu hjá Svövu ... reyndar fóru allir niðrí bæ um það bil er Formúlan var að byrja nema ég og Gunni, kveiktum bara á sjónvarpinu og horfðum... kolvitlausir að margra mati sem líta á bæinn sem heilagan part ruglsins... en ég segi eins og Phoebe „ég er búinn að fara niðrí bæ“ (en hún var spurð í einum Friends þætti hvort henni langaði í bíó... "No I already seen one") Þessi helgi er búin að vera algjört meistarastykki fyrst frábær föstudagur Árshátíðin Rústum Fróða og mikil stemming í kringum það myndir hér. Svo bærinn og skemmtilegasta bæjarferð í margar vikur!!!... Góður dagur á laugardaginn ég er enn ekki búinn að ná í bílinn minn niðrí bæ, fór á málverkasýningu sem var víst búin svo ég komst ekki inn.... verslunarferð í Smáralind... skyndibiti og eitthvað rugl sem ég man ekki hvað var.... sog líka út að borða á Pizza Napoli mjög skemmtilegt... nema óttinn við magapínu varð svolítill þó ekkert hafi verið að óttast á endanum... og afmæli Svövu ... formúlan eins og ég hef áður rekið og núna í dag verður bara innri hreinsun vistarvera minna því þeim hef ég ekki sinnt í margar vikur.......


#
Dáðadrengir mættir 1


#
Dáðadrengir mættir 2

laugardagur, mars 06, 2004

But enough about you, let´s talk about me...

Svo er afmæli hjá Svövu í kvöld... Til hamingju með daginn um daginn Svava!!!

Greinilegt er að ég verð því aftur í ruglinu í kvöld eins og í gær... og því verða teiknimyndirnar og rólega helgin bara að bíða....

Þá er Brúskur aftur kominn með eyrnabólgu... aumingja kallinn. Hann er ekki með sjálfum sér alltaf að klóra sér og fiðrið í á hægri hliðinni er tætt og gröftur mikill smitar útum allt. Hann er líka orðinn háaldraður... í mannsárum er hann svona fimmtugur, sem þýðir að heilsan er farin að bila og fleiri dæmi fylgja. Þegar hann veiktist í sumar var það í fyrsta skipti sem það gerðist öll 12 árin sem við höfum haft hann... Ég þarf endilega að henda inn myndum af honum


#
Hjalti að herma eftir Gollrir

föstudagur, mars 05, 2004

Hvað er málið með þessa gyðinga poka í ríkinu? Úr þunnu hvítu plasti í staðin fyrir það mjúka með auglýsingunum.... þeir hafa misst sponsor en fokkit þeir hljóta að geta selt auglýsingu á þessa drasl poka.... ég vil fá aftur alvöru poka í ríkið......

Svo er ég gjörsamlega komin með nóg af öllum þessum helvítis hringtorgummmm....... hafa bara almennilegar slaufur það er miklu þægilegra......

Annars verður bara róleg helgi.... ætla að kaupa snakk og kók og horfa á Herkúles teiknimyndina og svo Pixar teiknimyndir og sog Disney dótið............................... ALGJÖR RÓLEG HEIT nema í nokkra klukkutíma þegar ég mun missa mig í Kringlunni, Smáralind eða jafnvel Laugarfeginum híhíhí


Life is nothing but a joke.... svo hlæðu eða lestu það sem bók...... hmm dubbletungumálasetning....

Pixies að koma í lok maí ????????????????? orðið á götuni segir það...

I do what I do best... take score´s ... you do what you do best... try to stop guy´s like me

Tónlistin í Heat er svaðaleg.... er soundtrackið ekki nálgunarhæft án kaups?

fimmtudagur, mars 04, 2004

MERKILEGUR ANDSKOTI

Nú má með sanni segja ég þjáist af bloggleti.... en örvæntið eigi því hér til hliðar má finna fjöldan allan af miklum bloggsnillingum...

Gleðilegt vor kæru lesendur

miðvikudagur, mars 03, 2004


#
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

Ekki er kálið sopið þó í ausuna sé komið

Ég var að hugsa um þetta undarlega fyrirbæri Dejavú

þriðjudagur, mars 02, 2004

Í ljósi atburða og vinnuaðferða morðingja var ÉG að velta því fyrir mér hvort Geirfinnur gamli sé ekki bara í góðu chilli á botninum í einhverri höfn, það er búið að fínkemba Neskaupsstað svo best að byrja að leita í næstu...

Líkt flestum alvöru karlmönnum sæmir raka ég mig í framan á hverjum degi, stundum hef ég að vísu ekki tíma og læt myndast smá skugga...

Gaman að raka sig, ber froðuna á andlitið og Brúskur verður hræddur og flýgur út af baðinu. Svo horfi ég vel og lengi á þennan fallega mann í speglinum….. munda sköfuna og byrja að skafa hálsinn vinstra megin niður og svo hægra megin niður skola svo blöðin (miklu betra að skola Mach3 heldur en Mach gráa)….. svo klára ég hálsinn með því að kyngja upp Adamseplinu og raka það svæði. Næst fer ég yfir allan hálsinn og byrja svo á kjálkanum … fyrst hægra megin að hökunni og vinstra megin að hökunni svo horfi ég aðeins meira á sjálfan mig … Venjulega tek ég hökuna og svæðið fyrir neðan munninn næst en stundum tek ég efri vörina fyrst. Svo tek ég kinnina vinstra megin svo ég klára alveg þá hlið… og sama með hægri hliðina. Á meðan öllu þessu hefur staðið skola ég eftir hverja stroku blöðin með eins heitu vatni og kraninn leyfir.

Skola svo andlitið með köldu vatni og þurrka mér með glænýju handklæði. Ber svo á mig Aloe Vera, gel enda er það miklu betra en rakspíri og æsir ekki upp húðina…

Árshátíð Fróða á föstudaginn... stemmingin byggist upp... held ég ... ég myndi vita það ef ég mætti í skólann einhverntíma

Eru öll þessi Quzilla sjálfspróf samin fyrir kerlingar? Það er alltaf talað um það eins og maður sé einhverskonar kónvera samanber einn valmöguleikinn í einni spurningunni í einu prófinu "Dance with all the cute guys in this club???" Það er ekki gert ráð fyrir hedró karlmannleika! aaaight hverjum er svosum ekki sama ég tek þessi próf mér finnst það gaman ég nenni ekki að láta þau öll á yndislega littla bloggið mitt en ég er Móðir Theresa, Crazy, get away from me!, Snákur, og þarna álfurinn sem drapst í LOTR, kvikmyndin Fight Club, einhverskonar vopnalaus vampírumorðingi, gæti víst ekki leikið í klámmynd, What Kind of ANGEL are you? (For Girls only) ég var töfra engill og margt fleira sem ég man ekki þessa stundina en allavega hvað var ég að tala um já af hverju bara fyrir kerlingar... hver veit?

Hvernig væri að henda þessum myndum inn...duududuuu ... þær eru komnar undir liðnum Myndir hér að ofan

Það er gífurleg umferð um síðuna mína þessa dagana... mergjað mér líður eins og ég *** ********** í hver skipti sem ég skoða tölurnar og stöplaritin „ég er glaður“ eins og persóna sem Sigurjón Kjartansson lék í Fóstbræðrum sagði í fyndnu atriði.

bla bla bla blal bal bla lbalbl blab lba lab lba bla blab albl balab lab lab lab lab er að fara á ********* um ****** og þar ***** ég að ********** og ************ eða ********** bara ef ég næ að ********** útúr ********** einhvað sem skiptir ****.

mánudagur, mars 01, 2004

Það var víst 29. feb 2000 höhh ég er svo aldeilis hlessa...„Í nýja stíl er hlaupár alltaf þegar talan 4 gengur upp í ártalinu, nema á aldamótum þegar ártalið endar á 00. Þá er hlaupár aðeins þegar talan 400 gengur upp í ártalinu. Aukadeginum, sem nefndur er hlaupársdagur, er aukið við febrúarmánuð“. Ég hef þá bara verið svo gjörsamlega útúr heiminum en hverjum er svosum ekki sama... ÉG HAFÐI RANGT FYRIR MÉR OG ÉG BIÐST AFSÖKUNAR á því að hafa tímabundið aukið heimskuna í heiminum með því að vera ekki alveg 100% með þetta á hreinu en ég vakti allavega máls á því að stundum er ekki hlaupár fjórða hvert ár...

Annars er hlaupársdagur víst ekki dagur til að byrja að byggja um heimsveldi - Kerlingasögur segja að ekki eigi að byrja á nýju verki 29. feb, því það sé dæmt til að mistakast. Sumir ganga svo langt að segja að ekki skuli neitt gert þennan dag því það hljóti að mistakast. -

Magnaðasta helgi að baki... Myndir á leiðinni það er bara svo mikið sem þarf að vinna úr áður en maður getur hent þeim hauslaust inn... vegna ýmissa lausa enda... t.d. hver á að borga fyrir nektarmyndirnar af Gumma? Annars fór ég á MATUR 2004 í gær og fékk magafylli af hinum ýmsustu réttum og drykkjum... Magga og Linda stóðu vaktina fyrir Verdi vín sem faðir hans Andra er að gera stóra hluti með.