Ég held bara ég sé að verða sköllóttur...
Það er svosum alveg eftir bókinni, báðir móðurbræður mínir eru nauðasköllóttir. Byrjuðu að missa hár á mínum aldri... En ég hef alltaf haldið í vonina um að ég verði eins og pabbi, sem er eins og þeir sem hafa séð hann mikið glæsimenni, hávaxinn, með þétt og mikið hár að ég tali ekki um skeggið sem hann hefur skartað frá því það óx fyrst, nema þegar hann rakaði það af um daginn og hann barasta yngdist um mörg ár. Ég var að vona ég hefði erft þessa kosti en nú virðist sem Þistilfirðingurinn í mér hafi tekið yfir.
fimmtudagur, mars 11, 2004
Skrifað af Jon Minn klukkan 20:53
|