Í dag er ég dugandi maður, fór á fætur klukkan sjö en þá hélt ég að hávaðinn í klukkunum væri bara einhver misskilningur… mig var nefnilega að dreyma … ég var hershöfðingi og var búinn að plana stríð við einhverja skrælingjaþjóð, sem ég var með takkann við rauða hnappinn og beið eftir að ég kláraði ræðuna sem átti að fara í sögubækurnar hjá okkar landi eftir stríð… þegar allt í einu þessu hávaði byrjaði… ég áttaði mig ekki alveg á þessu því ég hafði stuttu áður tekið mér alræðisvald í hernum og enginn yfirmaður ætti að geta flautað árásina af… Ekki einu sinni lýðræðislega kosni Forsetinn enda bauð ég honum ekki einu sinni í stríðsneðanjarðarbyrgið mitt… skrýtinn draumur maður!!!
Ég fór á fætur, beint inná klósett, þvoði höndur, pissaði, þvoði höndur, Cheerios, smurði nesti(rúnstykki með smyrju, osti, gúrku og skinku) tók til smekkbuxur til að hafa með í ræktina og blessaðar skólabækurnar enda höfðum við Edda ákveðið að mæta klukkan 8:15 á Þjóðarbókhlöðuna eitthvað fram í næstu viku og jafnvel fram að páskum og taka skólann með trompi. Þegar ég ætlaði útúr herberginu mínu komst ég ekki út, því ég var með töskur stórar á báða kanta… veit núna alveg uppá hár hvernig feitu fólki líður!!!
Bókhlaðan full af fólki … Valdi vinur og Óli sæti lærðu eins og sannir Hornfirðingar/Suðursveitungar. Aðra þekkti ég ekki en það talaði við mig maður af erlendu bergi brotinn … einskonar Melanín ofvirkur… talaði erlensku og skildi ekki í því af hverju hann gæti ekki kíkt á netið … notendanafnið hans virkaði ekki … ég er viss um að elskulegu konverurnar á nemendaskráningunni hafi látið hann fá eitthvað skrýtið notendanafn… svo ég snarhenti mér í Húmanska búninginn minn og skráði manninn inn á mínu nafni svo hann kæmist til að senda Nígerískan tölvupóst… hann var voða þakklátur. Svo löngu eftir hádegið kvaddi ég þessa virðulegu stofnun sem ég hef átt í alltof litlum samskiptum við undanfarið… en sem betur fer breytist það núna.
Snarhenti mér í ræktina og púlaði þar en samt frekar stirður eftir fótboltahúllumhæið í gærkvöldi, aumur í ökklum og stirður í nára… horfði á eina sem var í þröngum buxum sem náðu varla uppyfir rass á fullu í skíðatækinu… svo þessi gamla með sílíkonið og slappa rassinn… svo einn feitan kall í alltof alltof alltof litlum stuttbuxum og með stór og mikil hliðarbrjóst og kallabrjóst að öðru leyti, einnig með bumbu sem gaman færi að sprengja…
OG AUÐVITAÐ VAR GÓLFIÐ ÞAR SEM MAÐUR ÞURRKAR SÉR EFTIR STURTU SKÍTUGT OG ÓGEÐSLEG – HELVÍTIS WORLD CLASS – LAUGAR!!!
mánudagur, mars 08, 2004
Skrifað af Jon Minn klukkan 19:06
|