miðvikudagur, mars 24, 2004

Fór í ræktina áðan og var að hugsa um orð (sem mér datt í hug þegar ég sá eina konu labba)... gysgirt ...gisgirt kannski... var skælbrosandi yfir þessu orði... án þess að vita af hverju... brosti bara... og hló í mínum berki... þá sá ég Elínu og hún brosti á móti.. þá hugsaði ég „maður á alltaf að vera brosandi“ og svo spjölluðum við um gamla og nýja tímann og hvernig þeir eru, þrátt fyrir allt, nærri því það sama!