Var að hlusta á FM fyrir miskilning í bílnum um daginn... ég fattaði það þegar ég var allt í einu orðinn svo jákvæður útí allt og alla... hugsaði um mann sem svínaði fyrir mig... „æ greyið hann hefur bara ekki fengið það svo lengi“ og ein kerling á gömlum slitnum bíl með 2 krakka afturí keyrði svo hægt og ég hugsaði „henni líður örugglega ömurlega yfir að geta ekki farið í ræktina (þegar hún vill og þar sem hún vill), hún þarf að passa blessuð börnin sín og borga reikninga“
Ég skipti snarlega yfir á War Pigs og hélt áfram gáfulegri neikvæðni...
miðvikudagur, mars 24, 2004
Skrifað af Jon Minn klukkan 21:43
|