Líkt flestum alvöru karlmönnum sæmir raka ég mig í framan á hverjum degi, stundum hef ég að vísu ekki tíma og læt myndast smá skugga...
Gaman að raka sig, ber froðuna á andlitið og Brúskur verður hræddur og flýgur út af baðinu. Svo horfi ég vel og lengi á þennan fallega mann í speglinum….. munda sköfuna og byrja að skafa hálsinn vinstra megin niður og svo hægra megin niður skola svo blöðin (miklu betra að skola Mach3 heldur en Mach gráa)….. svo klára ég hálsinn með því að kyngja upp Adamseplinu og raka það svæði. Næst fer ég yfir allan hálsinn og byrja svo á kjálkanum … fyrst hægra megin að hökunni og vinstra megin að hökunni svo horfi ég aðeins meira á sjálfan mig … Venjulega tek ég hökuna og svæðið fyrir neðan munninn næst en stundum tek ég efri vörina fyrst. Svo tek ég kinnina vinstra megin svo ég klára alveg þá hlið… og sama með hægri hliðina. Á meðan öllu þessu hefur staðið skola ég eftir hverja stroku blöðin með eins heitu vatni og kraninn leyfir.
Skola svo andlitið með köldu vatni og þurrka mér með glænýju handklæði. Ber svo á mig Aloe Vera, gel enda er það miklu betra en rakspíri og æsir ekki upp húðina…
þriðjudagur, mars 02, 2004
Skrifað af Jon Minn klukkan 19:38
|