Fékk símtal í gærmorgun
Það var frá Formanni Fróða. Hann byrjaði á að smalltalka mig og spyrjast fyrir um daginn og veginn...
Eftir að ég útskýrði fyrir honum hvernig mér liði og hvernig ég ætlaði að haga lífinu næstu árin - þá „mannstu eftir partýinu hjá Eddu?...“
Eftir „já djöfull varstu fullur“ Sagði hann mér að nánast öll stjórn nemendafélagsins hefði verið kölluð til yfirheyrslu lögreglunnar vegna ákveðins máls sem átti sér stað umrætt kvöld. Við þessar yfirheyrslur hafi verið haft á orði að meintur Jón Finnbogason hefði haft myndavél uppivið... það væri nánast útséð með að ég yrði kallaður inn í sófann(það var sófi í Árbæjarskóla, ekki teppi eins og á Akureyri [þar sem orðatiltækið að vera „kallaður á teppið“ er upprunið])!
Ég blessunarlega eyddi öllum myndum af atburðinum við sjálfan atburðinn... sem var víst ekki nógu sniðugt því þær hreinsa Fróða af öllum ásökunum yfirvalda :/
Case closed
miðvikudagur, apríl 27, 2005
Skrifað af Jon Minn klukkan 01:11
|