Árshátíð Kaupþings
Laugardagsdagurinn heilsaði mér með jólasnjó og ferskleika. Byrjaði á því að hefja mig upp til skýjanna, ég setti mig í árshátíðarmeðferð og klæddi meistaralega í glænýju jakkafötin. Saumaði á mig brúnu leðurskó. Hálfur Windsor. Mættur í kokteil uppí Grafarholt, hjá Pétri og frú og byrjaði samræður við samstarfsfólk, meiriháttar ostar og hvítvín. Frægt fólk á svæðinu og allir í sínu fínasta. Ljósmyndir teknar og eftir dúk og disk var haldið í Egilshöllina. Allir prúðbúnir í strætó, menntamálaráðherra tók skál, spjallaði við Jakob Frímann um tilveru fræga mannsins.
Egilshöllin heillaði við innkomu, Þorsteinn Guðmunds var í viðtalsvinnu og allt eftir því. Salurinn geislaði af stærð! 1500 manna borðhald er ekkert grín. Svarta fólkið hljóp um með forrétt og annan mat fyrir ofnæmisfólkið. Hundur í Óskilum rústuðu öllu sem heitir of stórt og of flott, ætla að fara á öll mannamót þar sem ég fyrirfinn þessa snillinga. Man ekki alveg hvað gerðist eftir það nema fólki varð á orði oftan en 28 sinnum að ég lyti svo vel út. Lét Dóra teyma mig að hnappheldu í Mjóddinni og átti ég að ná í hana um kvöldið að allra mati. Þegar ég, eftir stutt spjall um torfærur og gangstéttarhellur var ákveðið að skella sér í dansinn en eitthvað hefur verið miskilið því ég var allt í einu kominn á barinn. Þar datt ég inn á marga þekkta mér sem hafið höfðu störf í bankanum eða sem viðhöld bankamanna. Áður en ég vissi stóð ég í því að laga efri festingar á kjól einnar sem þakkaði mér fallega fyrir með því að við stigum nokkur vel valin tangó spor. Out of the blue byrjaði gott lag hjá sviðinu og allir í æfingu... Herti á hálfum windsor og skellti mér í þessum gleðiglaum, dansaði við blómarós, man ég næst eftir því er Ágústa formaður árshátíðarnefndar var kominn uppá svið með Ragga Bjarna að syngja með restinni af nefndinni. Þá var einhver jakki flottur! Óljóst var um næstu skref nema eitt er víst að ákaflega var gaman þá...
Mjög góð árshátíð, takk fyrir mig. Kaupþing lifi!!!
miðvikudagur, apríl 06, 2005
Skrifað af Jon Minn klukkan 13:48
|