fimmtudagur, september 29, 2005

Boot Camp - Besta æfing sem ég hef farið í.

Skráðu þig

þriðjudagur, september 27, 2005

Klukk

Snýst víst um 5 staðreyndir um sjálfið sitt. Ákvað að fara hreinskilnu, torskildu, leiðina í þessu. Endilega lesið þetta yfir.

1. Ég er ekki eins og fólk er flest, legg mig auk þess meðvitað fram við að gera hið óvanalega.
2. Mér finnst heimurinn snúast um mig. Gleymi oft að sinna vinum og vandamönnum með hið nauðsynlega.
3. Ég er annálaður óvissumaður, á erfitt með að velja og vel oft margar mismunandi leiðir á sama tíma og bakka jafnvel útúr þeim jafnóðum og lagt er í hann, einnig þó point of no return sé náð.
4. Ég er mikill hugsuður og hugsa mikið um hið stóra og mikla, gref mig hins vegar mestmegnis í hið smáa og litla. Gleymi iðulega hinu venjulega.
5. Ég er alltaf aðeins eftir á. Drekki mér svo í hlutunum þegar allir aðrir eru fyrir löngu búnir að fá nóg.

Klukk á Jönu, Leon, KGRP, Andra og litlu systur.

sunnudagur, september 25, 2005

"Nú ertu að rifja upp eitthvað sem þú manst... ekkert vera að ofreyna hausinn með því"

miðvikudagur, september 14, 2005

Þegar slegið er inn jonminn á google kemur eftirfarandi síða upp (meðal annars) - http://folk.is/jonminn/. Einhver 4 ára gutti... stal nafninu mínu... ég sem er með allar heimsins jonminn frísíður.

http://www.blog.central.is/jonminn Þarna er ein leiðinda skoðanakönnun og ég man ekki lykilorðið mitt.

http://www.internet.is/jonminn/. Vá - crap.

http://jonminn.freehomepage.com/index.html. I dag er nyr dagur! Thad er ekkert eins skemmtilegt og ad vakna i morgunsarid og hafa sig til fyrir daginn. En ef madur er of threyttur til ad njota thess, a madur bara ad fara fyrr ad sofa daginn adur. Lexian er ad ef madur finnur sig i adstodu sem madur er osattur vid er thad alltaf sjalfum manni ad kenna!

Er líka með tripod síðu en held hún sé dauð

Einnig cafepress síðu en man ekki slóðina sjálfa

jonminn.tk fyrir löngu síðan

Að ógleymdu... jonminn.com. og jonfinnbogason.com

Villuprófanir.

Hef verið í stóru málunum undanfarið. Er þó farinn að hunsa vini mína of mikið. Á msn skila ég eiginlega bara nudge á þá sem vilja tala, því miður. Símtölum svara ég með hálfum hug, því miður. Heimsóknum sinni ég lítillega, því miður. Frumkvæði við atburði er nánast ekkert, því miður.

En þetta breytist allt eftir helgi. Eftir helgi fæðist nýr maður, sá maður mun halda uppá afmælið sitt um lok október. Bráðlega koma út boðskort, via email / via sms / via símtal / via face to face confrontation. Allt nema msn enda eiga engin eiginleg samskipti milli fólks að fara fram á þeim miðli.

Rækt í fyrramál - 6:30 eins og alla þriðju- og fimmtudaga. Tvöfalt kaffi á laugardaginn en sé ekki alveg hvernig ég kem því inn vegna ANNA næsta föstudagskvöld og áætlaðs svefns 9:00-11:00 þann 17. Ég meina meiraðsegja Ása svaf yfir sig í gær.

mánudagur, september 12, 2005



Sýnishorn frá Danmerkurferð komið á netið. Sjáið bara með því að smella hér

Á hverjum þriðjudegi, fimmtudegi og laugardegi vakna ég upp fyrir allar aldir og kem mér í www.bootcamp.is.

Síðasta laugardag missteig ég á mér hægri fót, svo að ég get varla stigið af fullu viti í þann. Ég sem var rétt búinn að jafna mig á harðsperrum.

Ég er samt í góðum málum, boot camp hjá Hnefaleikafélagi Reykjavíkur er svakalegt. Lyktin af almenningsboxhönskunum á staðnum er svo svæsin að liggur við ælu í miðjum magaæfingum ef svo óheppilega vill til að þær eru gerðar milli box setta.

Hvíldarstaðan er það erfiðasta. Hlaupin eru hvíld, í hálfkæringi... Held ég hafi svitnað dropa á hverjum 5 sek síðan ég byrjaði. Höndleggirnir á mér vaxa og dafna.

I don't have to sell my soul
He's already in me
I don't need to sell my soul
He's already in me
I wanna be adored

I wanna be adored

I don't have to sell my soul
He's already in me
I don't need to sell my soul
He's already in me

I wanna be adored

I wanna be adored

Adored

I wanna be adored

You adore me
You adore me
You adore me
I wanna, I wanna, I wanna be adored
I wanna, I wanna, I wanna be adored
I wanna, I wanna, I wanna be adored
I wanna, I wanna, I gotta be adored

I wanna be adored

þriðjudagur, september 06, 2005

Hér er sýnishorn fyrir myndina góðu. Einungis ein tegund af myndum var leyfð... eins og sést.

"Þetta vita allir" JF

sunnudagur, september 04, 2005

Video af U2 tónleikum

Horfði á merkilega kvikmynd um daginn. Aðalhlutverk í höndum þeirra Martin Sheen og Luke Perry´s. The movie´s name is STORM. Myndin fjallar um veðurfræðing, Luke, sem stundar rannsóknir á fellibyljum og hvort hægt sé að leiða þá af leið með einhverju móti. Tilgangurinn er auðvitað að flytja úrkomu til staða þar sem hörgull er á. Eftir áralangar rannsóknir hefur hann komið sér upp frumstæðum rafmagnsörbylgjusendi, lágþrýstum. Í einni af fjölmörgum tilraunum inni í auga fellibyls tekst þetta svo um munar. Þegar hann lendir flugvélinni er hann handtekinn og flugleyfi hans afturkallað, svo missir hann vinnuna.

Bandaríski herinn kallar hann til starfa við veðurrannsóknir. Hershöfðinginn, Martin, útskýrir fyrir honum að herinn sé með sama verkefni í gangi með sama tilgangi. Til dæmis sé þá stundina svo mikilvægt að koma rigningu til Mexíkó eftir margra mánaða þurrka þar. Luke byrjar að vinna með miklu mun betri tækjakost en hann hefur haft hingað til. Luke fer auðvitað líka að velta fyrir sér hvaða annan tilgang herinn sér fyrir apparatið og byrjar að snuðra. Kemst að því að Andrews, fellibylur sem gekk yfir Florida fyrir allnokkrum árum hafi alfarið verið verk hópsins, reyndar varð fellibylurinn of öflugur fyrir hópinn þá og þess vegna hafi Florida eyðilagst. Örbylgjusendirinn magnar nefnilega fellibylji upp svo um munar. Þegar Luke áttar sig á þessu, virkar apparatið svo um munar og í næstu tilraun, sem fer illa og Los Angeles er lögð í rúst. Þá kemur í ljós hvílíkt vopn apparatið er, hefur alltaf verið hugsað sem vopn - til að taka við af atomsprengjunni. Sjáið bara eyðileggingarmáttinn af Katrínu. Myndin endar á því að Luke drepur Martin og fleiri vonda.

New Orleans var lögð í rúst með svona tæki. Það er ég sannfærður um.

Með vísan til laga númer 48 frá 1980 skora ég á Heilbrigðisráðherra að banna reykingar á öllum vinnustöðum landsins.

Það eina sem Heilbrigðisráðherra þarf að gera er að skrifa upp reglugerð sem veitir Vinnueftirliti Ríkisins heimild til þess að loka vinnustöðum ef stanslaus reykur fyrirfinnst í vinnurými. Heimild ráðuneytisins til þessa er að finna í lögunum frá 1980, 38. gr 2. mgr.

BootCamp

Vaknaði upp snemma laugardagsmorgun, eftir skrall friday night (Orator, Þorvaldur og myndavélin. Ballskákmót Orator, Agnar vann með tilþrifum. Haldið var niður í kvos rekist á Lögréttu og rökræðu um -starfsnám í lögfræði vs. fræðilegt og faglegt nám-.

Mætt í Öskjuhlíð og horft á sveitt fólk klára tveggja tíma prógram. Minn hópur byrjar að skokka rólega niður úr hlíðinni og ofaní Nauthólsvík, þar eru einhver hopp, hlaup, læri, meiri hlaup, stöður, magi, höndur og hí í gangi man ekki alveg hvaða nákvæmlega.

Komst eiginlega ekki til baka uppeftir. Rann svo í sund til að jafna blóðflæðið og útrýma mjólkinni, í góðra vina hópi... svo komst ég heim og sofnaði... svaf eiginlega bara þangað til sunnudagsmorgun. Ætlaði að ná í moggan í morgun en komst ekki niður stigan útaf harðsperrum nema sideways hoppandi.

Núna er ég að reyna að teygja og sleppa allri dagskrá og creative thinking.

Næst er BootCamp á þriðjudagsmorgun, svo næstu 6 vikurnar.